Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 16:35 Starfsfólk þjóðgarðsins komu konunni til bjargar og ekki leið á löngu þar til sjúkralið og lögregla mættu á staðinn, að sögn Ólafs. Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira