Fótbolti

Markverðir Íslands aðeins spilað 180 mínútur á árinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Markverðir íslenska landsliðsins í fótbolta hafa aðeins spilað 180 mínútur á árinu. Hannes Þór Halldórsson spilaði 90 mínútur í vináttuleik gegn Kanada og Ögmundur Kristinsson jafnmikið í öðrum leik gegn Kanada.

Þetta kom fram í frétt Guðjóns Guðmundssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðuna á íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Kasakstan síðar í mánuðinum. Hannes sagði við íþróttadeild í dag að hann hefði engar áhyggjur af litlum spiltíma.

Sjá einnig:Íslensku framherjarnir aðeins spilað 654 mínútur árinu

Ögmundur Kristinsson, sem spilar með Randers í Danmörku, hefur líkt og Hannes spilað 90 mínútur með landsliðinu. Hann mun væntanlega leika sinn fyrsta alvöru leik á þessu ári þegar Randers mætir FCK.

Ingvar Jónsson, sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni síðasta haust, hefur ekki leikið neinn alvöru leik á nýju ári bara æfingaleiki með norska liðinu Start.

Þeir Hannes og Ögmundur eiga því saman 180 mínútur á þessu ári sem eru ekkert sérstök tíðindi fyrir landsliðsþjálfarana; Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.

Alla fréttina má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×