Segir flekaflóð hafa fallið fyrir ofan heilsugæslustöðina: „Ekki bara nokkrir kögglar“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2015 17:09 Þórarinn Steingrímsson, húsvörður á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík, segir flekaflóð hafa fallið úr Tvísteinhlíð fyrir ofan heilsugæslustöðina í Ólafsvík. Vísir/Aðsend „Það fór öll hlíðin af stað klukkan tíu mínútur í eitt þannig að þetta eru ekki bara nokkrir kögglar,“ sagði Þórarinn Steingrímsson, húsvörður og sjúkraflutningamaður á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík, við fréttastofu 365 um flekaflóð sem fór af stað úr Tvísteinahlíð fyrir ofan heilsugæslustöðina í Ólafsvík fyrr í dag. Stöðin var rýmd í kjölfarið klukkan 14 og var ekki talið óhætt að vera þar inni. „Þeir ákváðu að rýma stöðina því bílastæðin eru hérna beint fyrir neðan þannig að okkur fannst ekki vit í öðru en að koma fólki af svæðinu ef meira færi af stað,“ segir Þórarinn. Árið 1995 féll snjóflóð úr Tvísteinahlíð á heilsugæslustöðinni og olli miklu tjóni. Síðan þá hefur snjóflóðavörnum verið komið fyrir í Tvísteinahlíð en um er að ræða grindur sem eiga að koma í veg fyrir að stórt flekaflóð fari af stað. Harpa Grímsdóttir, hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að nokkrir kögglar hefðu fallið úr hlíðinni en Þórarinn segir þetta hafa verið stórt flóð.Sjá einnig:Heilsugæslustöðin í Ólafsvík rýmd vegna snjóþunga „Tíu mínútur í eitt þá fór öll hlíðin af stað. Þessi lausi snjór sem var ofan á harða snjónum fór allur niður og í gegnum þessi snjóflóðamannvirki sem standa upp úr snjónum ennþá. Þau eru öll orðin meira og minna full,“ segir Þórarinn. „Þetta er flekaflóð því brúnirnar sjást mjög vel,“ segir Þórarinn. Hann segir stórar hengjur utan við snjóflóðavarnirnar í Tvísteinhlíð sem eru með stærra móti. „Við höfum ekki séð þetta í mörg ár svona stórar hengjur sem eru nýkomnar. Það er spurning hvort þær fara af stað,“ segir Þórarinn. Veður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
„Það fór öll hlíðin af stað klukkan tíu mínútur í eitt þannig að þetta eru ekki bara nokkrir kögglar,“ sagði Þórarinn Steingrímsson, húsvörður og sjúkraflutningamaður á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík, við fréttastofu 365 um flekaflóð sem fór af stað úr Tvísteinahlíð fyrir ofan heilsugæslustöðina í Ólafsvík fyrr í dag. Stöðin var rýmd í kjölfarið klukkan 14 og var ekki talið óhætt að vera þar inni. „Þeir ákváðu að rýma stöðina því bílastæðin eru hérna beint fyrir neðan þannig að okkur fannst ekki vit í öðru en að koma fólki af svæðinu ef meira færi af stað,“ segir Þórarinn. Árið 1995 féll snjóflóð úr Tvísteinahlíð á heilsugæslustöðinni og olli miklu tjóni. Síðan þá hefur snjóflóðavörnum verið komið fyrir í Tvísteinahlíð en um er að ræða grindur sem eiga að koma í veg fyrir að stórt flekaflóð fari af stað. Harpa Grímsdóttir, hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að nokkrir kögglar hefðu fallið úr hlíðinni en Þórarinn segir þetta hafa verið stórt flóð.Sjá einnig:Heilsugæslustöðin í Ólafsvík rýmd vegna snjóþunga „Tíu mínútur í eitt þá fór öll hlíðin af stað. Þessi lausi snjór sem var ofan á harða snjónum fór allur niður og í gegnum þessi snjóflóðamannvirki sem standa upp úr snjónum ennþá. Þau eru öll orðin meira og minna full,“ segir Þórarinn. „Þetta er flekaflóð því brúnirnar sjást mjög vel,“ segir Þórarinn. Hann segir stórar hengjur utan við snjóflóðavarnirnar í Tvísteinhlíð sem eru með stærra móti. „Við höfum ekki séð þetta í mörg ár svona stórar hengjur sem eru nýkomnar. Það er spurning hvort þær fara af stað,“ segir Þórarinn.
Veður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira