Yfir himins ygglibrá Jakob Bragi Hannesson skrifar 11. mars 2015 13:52 Það er góð líkamsrækt að ganga afturábak í snjóstormi og ófærð. Það kemur af sjálfu sér nú um stundir, og er náttúruleg líkamsrækt, sem reynir á skyn- og hreyfiþroska manna, auk almennrar líkamsvitundar og hreysti. Barátta Íslendingsins við veðuröflin er í anda ofurmennishugsunar Nietzsches: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari.“ Þetta er íslenskt heilkenni og höfum við Íslendingar átt flesta sterkustu menn heimsins miðað við höfðatölu. Almenn hreysti og djöfulgangur hefur komið okkur Íslendingum til hæstu metorða þar sem krafist er líkamsburðar. Hinir tröllauknu menn sem glímt hafa við náttúruöflin vissu þó að óvarkárni gagnvart þeim breytti þeim umsvifalaust í nátttröll. Því miður er hugvit Íslendingsins mikill eftirbátur líkamshreystinnar. Á alþjóðavettvangi verðum við okkur að athlægi fyrir afdalahátt og þjóðernisrembu. Hin íslenska þjóðarvitund, sem er hinn dæmigerði framsóknarmaður, stenst illa tímans tönn. Til að samstilling hugar og líkama verði að veruleika, „Mens sana in corpore sano“, verðum við Íslendingar að fá að kjósa um inngöngu í E.S.B. og ryðja afdalahugsunarhætti pólitiskrar forpokunar burt. Veðurofsanum sem gengið hefur yfir landið undanfarna mánuði má lýsa með eftirfarandi stöku: Yfir himins ygglibrá óravegu langa éljaflákar úfnir á ugglum veðra hanga. (Sveinbjörn Björnsson (1855-1933), steinsmiður og skáld) Íslenska þjóðarsálin er veðurbarin og lúin nú um stundir en má ekki sofna á verðinum. Við þurfum að losa okkur við íslensku nátttröllin á Alþingi og ríkisstjórn Íslands. „Blásum vind í seglin“, og látum „skært lúðra hljóma“. „Forðum okkur hættum frá“. Kæru Íslendingar „Fljótið ekki sofandi að feigðarósi“, því þá granda ykkur „himins ygglibrár„ og „úfnir éljaflákar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það er góð líkamsrækt að ganga afturábak í snjóstormi og ófærð. Það kemur af sjálfu sér nú um stundir, og er náttúruleg líkamsrækt, sem reynir á skyn- og hreyfiþroska manna, auk almennrar líkamsvitundar og hreysti. Barátta Íslendingsins við veðuröflin er í anda ofurmennishugsunar Nietzsches: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari.“ Þetta er íslenskt heilkenni og höfum við Íslendingar átt flesta sterkustu menn heimsins miðað við höfðatölu. Almenn hreysti og djöfulgangur hefur komið okkur Íslendingum til hæstu metorða þar sem krafist er líkamsburðar. Hinir tröllauknu menn sem glímt hafa við náttúruöflin vissu þó að óvarkárni gagnvart þeim breytti þeim umsvifalaust í nátttröll. Því miður er hugvit Íslendingsins mikill eftirbátur líkamshreystinnar. Á alþjóðavettvangi verðum við okkur að athlægi fyrir afdalahátt og þjóðernisrembu. Hin íslenska þjóðarvitund, sem er hinn dæmigerði framsóknarmaður, stenst illa tímans tönn. Til að samstilling hugar og líkama verði að veruleika, „Mens sana in corpore sano“, verðum við Íslendingar að fá að kjósa um inngöngu í E.S.B. og ryðja afdalahugsunarhætti pólitiskrar forpokunar burt. Veðurofsanum sem gengið hefur yfir landið undanfarna mánuði má lýsa með eftirfarandi stöku: Yfir himins ygglibrá óravegu langa éljaflákar úfnir á ugglum veðra hanga. (Sveinbjörn Björnsson (1855-1933), steinsmiður og skáld) Íslenska þjóðarsálin er veðurbarin og lúin nú um stundir en má ekki sofna á verðinum. Við þurfum að losa okkur við íslensku nátttröllin á Alþingi og ríkisstjórn Íslands. „Blásum vind í seglin“, og látum „skært lúðra hljóma“. „Forðum okkur hættum frá“. Kæru Íslendingar „Fljótið ekki sofandi að feigðarósi“, því þá granda ykkur „himins ygglibrár„ og „úfnir éljaflákar“.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar