Vill Landsbankann í ríkiseign til frambúðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. mars 2015 19:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis eru gestir í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip Hop og Pólitík 365/Jóhannes Kristjánsson „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri lang skynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ segir Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frosti og Árni Páll Árnason voru jafnframt gestir í hlaðvarpsþættinum Hip hop og Pólitík þar sem talsverð umræða skapaðist um bankamarkaðinn á Íslandi sem er fákeppnismarkaður undir stjórn þriggja fyrirtækja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans sem saman eru með 90 prósent markaðshlutdeild. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir það markaðsbrest þegar 3-4 stórfyrirtæki séu ráðandi. Aðgangshindranir séu miklar og virk samkeppni lítil. Frosti Sigurjónsson gagnrýndi á dögunum þau áform Landsbankans að ætla að byggja rándýrar höfuðstöðvar á einni dýrustu lóð borgarinnar á Austurhöfn við hlið Hörpu. Frosti setti þetta í samhengi við fákeppnina sem er á bankamarkaði þegar 90 prósent markaðarins er stjórnað af þremur bönkum og lýsti áhyggjum af því að bankinn myndi velta kostnaðinum af byggingunni út í verðlag til viðskiptavina með hækkandi vöru- og þjónustugjöldum. Þess má geta að þjónustugjöld stóðu undir 40 prósent af samanlögðum heildarhagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra. Árni Páll tók undir áhyggjur Frosta í þættinum. Blasir ekki við Landsbankinn muni velta kostnaði vegna nýrra höfuðstöðva út í verðlag? „Það blasir við. Er bankastarfsemi endilega skynsamleg ofan í miðbæ? Og ef það er hægt að fá ódýrari lóðir annars staðar þá finnst mér að banki í ríkiseigu, sem veltir kostnaði út í verðlag, eiga að hugleiða það mjög alvarlega,“ sagði Árni Páll. Glapræði allra tíma að selja Landsbankann úr landiEr ekki æskilegt að þessi banki verði bara í ríkiseigu? „Engin spurning. Ég held að hvort sem það væru höft eða ekki og hvort sem einhver erlendur aðili ætti þennan banka eða ekki, þá myndi sá aðili bara ganga í klúbbinn og byrja að blóðmjólka þjóðina um leið og hann eignast þennan banka. Þá myndi bara arðurinn fara úr landi og það myndi kosta gjaldeyri á hverju ári. Þannig að við eigum alls ekki að selja bankann úr landi. Það væri glapræði allra tíma. Eigum bara þennan banka og notum hann til þess að halda hinum bönkunum að samkeppni. Ekki til að standa undir niðurgreiddu ríkistapi heldur, að hann verði rekinn á skynsamlegum forsendum í hóflegum höfuðstöðvum þar sem hagkvæmni og ráðdeild ræður ríkjum,“ sagði Frosti í þættinum. Sjúkt hugarfar bankamanna Árni Páll sagði að það væri „innbyggður sjúkdómur“ í hugarfar starfsmanna íslenska fjármálageirans. „Við erum hér bak við höft þar sem íslenskir bankar eru ekki í neinni samkeppni við aðra banka en hvaða fyrirtæki eru að leiða launaþróunina? Jú það eru bankarnir sem eru að auka launamuninn. Ef við horfum á millistjórnendur milli ólíkra atvinnugreina þá er það þarna sem bilið er að verða víðast. Mér finnst hugmyndaskekkja í þessu að það eigi allir alltaf að vera á rosalega góðum launum í fjármálafyrirtækjum. Ef við erum með þessa hugmynd sem grunn þá erum við bara að mergsjúga almenning.“ Í raun má segja að launaþróun bankamanna sé einn angi af goðsögninni um hið „sérstaka eðli banka“ að bankar séu sérstakar stofnanir í samfélaginu og um þá gildi eitthvað önnur lögmál en um önnur fyrirtæki í hagkerfinu. Hagfræðiprófessorarnir virtu Anat Admati og Martin Hellwig hafa reynt að leiðrétta þessa ranghugmynd, sem var smíðuð í fyllingu tímans af þrýstihópum fjármálageirans, í bók sinni Bankers New Clothes og samnefndri vefsíðu. Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist vikulega á Vísi. Hip hop og Pólitík mældist vinsælasta podcast á Íslandi á dögunum og hefur frá byrjun verið "New and noteworthy" hjá Apple iTunes undir Podcasts. Það er fáanlegt undir Podcasts í öllum tækjum frá Apple. Alþingi Tækni Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri lang skynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ segir Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frosti og Árni Páll Árnason voru jafnframt gestir í hlaðvarpsþættinum Hip hop og Pólitík þar sem talsverð umræða skapaðist um bankamarkaðinn á Íslandi sem er fákeppnismarkaður undir stjórn þriggja fyrirtækja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans sem saman eru með 90 prósent markaðshlutdeild. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir það markaðsbrest þegar 3-4 stórfyrirtæki séu ráðandi. Aðgangshindranir séu miklar og virk samkeppni lítil. Frosti Sigurjónsson gagnrýndi á dögunum þau áform Landsbankans að ætla að byggja rándýrar höfuðstöðvar á einni dýrustu lóð borgarinnar á Austurhöfn við hlið Hörpu. Frosti setti þetta í samhengi við fákeppnina sem er á bankamarkaði þegar 90 prósent markaðarins er stjórnað af þremur bönkum og lýsti áhyggjum af því að bankinn myndi velta kostnaðinum af byggingunni út í verðlag til viðskiptavina með hækkandi vöru- og þjónustugjöldum. Þess má geta að þjónustugjöld stóðu undir 40 prósent af samanlögðum heildarhagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra. Árni Páll tók undir áhyggjur Frosta í þættinum. Blasir ekki við Landsbankinn muni velta kostnaði vegna nýrra höfuðstöðva út í verðlag? „Það blasir við. Er bankastarfsemi endilega skynsamleg ofan í miðbæ? Og ef það er hægt að fá ódýrari lóðir annars staðar þá finnst mér að banki í ríkiseigu, sem veltir kostnaði út í verðlag, eiga að hugleiða það mjög alvarlega,“ sagði Árni Páll. Glapræði allra tíma að selja Landsbankann úr landiEr ekki æskilegt að þessi banki verði bara í ríkiseigu? „Engin spurning. Ég held að hvort sem það væru höft eða ekki og hvort sem einhver erlendur aðili ætti þennan banka eða ekki, þá myndi sá aðili bara ganga í klúbbinn og byrja að blóðmjólka þjóðina um leið og hann eignast þennan banka. Þá myndi bara arðurinn fara úr landi og það myndi kosta gjaldeyri á hverju ári. Þannig að við eigum alls ekki að selja bankann úr landi. Það væri glapræði allra tíma. Eigum bara þennan banka og notum hann til þess að halda hinum bönkunum að samkeppni. Ekki til að standa undir niðurgreiddu ríkistapi heldur, að hann verði rekinn á skynsamlegum forsendum í hóflegum höfuðstöðvum þar sem hagkvæmni og ráðdeild ræður ríkjum,“ sagði Frosti í þættinum. Sjúkt hugarfar bankamanna Árni Páll sagði að það væri „innbyggður sjúkdómur“ í hugarfar starfsmanna íslenska fjármálageirans. „Við erum hér bak við höft þar sem íslenskir bankar eru ekki í neinni samkeppni við aðra banka en hvaða fyrirtæki eru að leiða launaþróunina? Jú það eru bankarnir sem eru að auka launamuninn. Ef við horfum á millistjórnendur milli ólíkra atvinnugreina þá er það þarna sem bilið er að verða víðast. Mér finnst hugmyndaskekkja í þessu að það eigi allir alltaf að vera á rosalega góðum launum í fjármálafyrirtækjum. Ef við erum með þessa hugmynd sem grunn þá erum við bara að mergsjúga almenning.“ Í raun má segja að launaþróun bankamanna sé einn angi af goðsögninni um hið „sérstaka eðli banka“ að bankar séu sérstakar stofnanir í samfélaginu og um þá gildi eitthvað önnur lögmál en um önnur fyrirtæki í hagkerfinu. Hagfræðiprófessorarnir virtu Anat Admati og Martin Hellwig hafa reynt að leiðrétta þessa ranghugmynd, sem var smíðuð í fyllingu tímans af þrýstihópum fjármálageirans, í bók sinni Bankers New Clothes og samnefndri vefsíðu. Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist vikulega á Vísi. Hip hop og Pólitík mældist vinsælasta podcast á Íslandi á dögunum og hefur frá byrjun verið "New and noteworthy" hjá Apple iTunes undir Podcasts. Það er fáanlegt undir Podcasts í öllum tækjum frá Apple.
Alþingi Tækni Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira