Næsta tímabil í NFL-deildinni verður sögulegt því þá mun kona sjást á vellinum.
NFL er nefnilega búið að ráða fyrsta kvendómarann. Sarah Thomas mun brjóta blað í sögu deildarinnar næsta vetur er hún verður fyrsta konan á vellinum í þessari hörðu íþrótt.
Thomas byrjaði að dæma í framhaldsskóla en hætti til þess að einbeita sér að ferli sínum sem lyfsali.
Hún fór svo að dæma aftur árið 2007 og varð fyrsta konan til þess að dæma „Skálarleik" í háskólaboltanum árið 2009.
Hún hefur síðan verið á dómaranámskeiðum hjá NFL-deildinni og dæmdi æfingaleiki hjá New Orleans Saints í fyrra sem og æfingaleiki í deildinni.
Thomas lítur ekki á sig sem neinn frumherja.
„Þegar ég fór út í þetta var ég ekkert að velta mér upp úr því að það væru ekki neinar komur í þessu. Ég var í körfuboltakona og þar var ég vön því að konur dæmdu. Mér líður því ekki eins og ég sé einhver frumherji," sagði Thomas.
Fyrsta konan í NFL-deildinni
