Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. apríl 2015 19:13 Ásmundur Einar og Sigmundur Davíð. vísir/ernir Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Yfirlýsingar um njósnir kröfuhafa um íslenska blaða- og stjórnmálamenn í ræðu forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins á föstudag hafa mælst misvel fyrir. Sömuleiðis tal um leyniskýrslur og herskara lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum þeirra. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis segir yfirlýsingar forsætisráðherra ekki svaraverðar, það sé út í hött að slitastjórnir eða kröfuhafar hafi stundað njósnir eða reynt að sálgreina stjórmála- eða blaðamenn eins og haldið sé fram í ræðunni. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings tekur í sama streng. Slitastjórnin þar hafi hvorki stundað njósnir eða sálgreiningar enda ekki í samræmi við hennar hlutverk. Hann sé þó ekki talsmaður kröfuhafa. Hann hafi aldrei heyrt um leyniskýrslurnar sem forsætisráðherra vitni til. Hvað þá séð þær.Sótt í smiðju Ásmundar Einars Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis, að jafnaði tvisvar í mánuði og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa, og því mátti skilja, að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum og orðin væri til vitnis um það. Í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis sem leit dagsins ljós eftir ræðuna á föstudag, er það hinsvegar upplýst að orðin eru sótt til í grein Ásmundar Einars, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafi því í raun verið að klappa fyrir sjálfum sér á þinginu. Og Einar Karl Haraldsson, höfundur fréttabréfsins, bætir við, að þetta sé mjög góður spuni að hans áliti.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira