Lag frá nýjum listamanni: "Það kannast allir við þessar aðstæður“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. apríl 2015 12:53 Björn Þór Ingason „Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira