Lóan boðar komu sumars í Gamla Bíó: "Þetta verður rosaleg keyrsla“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. apríl 2015 17:28 Hluti þeirra sem kemur fram á Lóu. „Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30. Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30.
Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira