Þó svo Tebow hafi ekki spilað í NFL-deildinni í þrjú ár og þyki almennt ekkert sérstaklega góður þá er hann ótrúlega vinsæll.
Hann hefur þann afar góða eiginleika að kunna að vinna leiki og margir kalla hann kraftaverkamann. Trú margra á honum er mikil og honum fylgir mikill fjölmiðlasirkus.
Það mátti vel búast við því að það yrði einhver geðveiki í Philadelphia eftir þessi tíðindi og menn þurftu ekki að bíða lengi
Nú er Philly Pretzel factory farið að selja svokallaðar "Tebowing-pretzels". Sem sagt pretzel sem líkist stellingunni sem Tebow er þekktur fyrir. Hún kallast Tebowing.

Welcome to Philly, @TimTebow! pic.twitter.com/2A3UCH47Vy
— PhillyPretzelFactory (@PPFpretzels) April 20, 2015