NBA: Cleveland sló út Chicago en Houston tryggði sér úrslitaleik | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 07:40 Iman Shumpert og LeBron James fagna í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.LeBron James og Kyrie Irving voru ekki í stórstjörnugírnum hjá Cleveland Cavaliers í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir 94-73 stórsigur og þar með 4-2 sigur í einvíginu. LeBron James skoraði "bara" 15 stig og Kyrie Irving fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum. James var reyndar með 11 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 23 skoti. Irving lék vara í 12 mínútur og skoraði á þeim sex stig en staðan var 35-35 þegar hann meiddist á hné. Matthew Dellavedova var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og Tristan Thompson var með 13 stig og 17 fráköst. Cleveland komst þarna í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2009 en James var að komast þangað fimmta árið í röð. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 14 stig. Pau Gasol lék aftur með liðinu eftir meiðsli en skoraði öll átta stig sín í fyrsta leikhlutanum. Chicago Bulls kvaddi því þjálfara sinn Tom Thibodeau með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum á móti Cleveland Cavaliers.James Harden skoraði 23 stig og Dwight Howard var með 20 stig og 21 frákast þegar Houston Rockets reis upp frá dauðum og tryggði sér oddaleik með 119-107 útisigri á Los Angeles Clippers. Los Angeles Clippers var með 19 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Houston-liðið gafst ekki upp og hefur nú breytt stöðunni úr 3-1 í 3-3. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli Houston Rockets á sunnudaginn. Corey Brewer skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og Josh Smith var með 14 af 19 stigum sínum í umræddum lokaleikhluta sem Houston vann 40-15. Clippers var með 87-68 forystu en Houston vann lokakafla leiksins 51-20 þar á meðal náði liðið 23-2 spretti sem kom því í 111-102 þegar 1:44 mínútur voru eftir. Chris Paul var með 31 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers og J.J. Redick skoraði 15 stig. Þetta verður annar oddaleikur liðsins í úrslitakeppninni því liðið vann fráfarandi meistara í San Antonio Spurs í sjöunda leik í fyrstu umferðinni. NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.LeBron James og Kyrie Irving voru ekki í stórstjörnugírnum hjá Cleveland Cavaliers í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir 94-73 stórsigur og þar með 4-2 sigur í einvíginu. LeBron James skoraði "bara" 15 stig og Kyrie Irving fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum. James var reyndar með 11 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 23 skoti. Irving lék vara í 12 mínútur og skoraði á þeim sex stig en staðan var 35-35 þegar hann meiddist á hné. Matthew Dellavedova var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og Tristan Thompson var með 13 stig og 17 fráköst. Cleveland komst þarna í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2009 en James var að komast þangað fimmta árið í röð. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 14 stig. Pau Gasol lék aftur með liðinu eftir meiðsli en skoraði öll átta stig sín í fyrsta leikhlutanum. Chicago Bulls kvaddi því þjálfara sinn Tom Thibodeau með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum á móti Cleveland Cavaliers.James Harden skoraði 23 stig og Dwight Howard var með 20 stig og 21 frákast þegar Houston Rockets reis upp frá dauðum og tryggði sér oddaleik með 119-107 útisigri á Los Angeles Clippers. Los Angeles Clippers var með 19 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Houston-liðið gafst ekki upp og hefur nú breytt stöðunni úr 3-1 í 3-3. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli Houston Rockets á sunnudaginn. Corey Brewer skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og Josh Smith var með 14 af 19 stigum sínum í umræddum lokaleikhluta sem Houston vann 40-15. Clippers var með 87-68 forystu en Houston vann lokakafla leiksins 51-20 þar á meðal náði liðið 23-2 spretti sem kom því í 111-102 þegar 1:44 mínútur voru eftir. Chris Paul var með 31 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers og J.J. Redick skoraði 15 stig. Þetta verður annar oddaleikur liðsins í úrslitakeppninni því liðið vann fráfarandi meistara í San Antonio Spurs í sjöunda leik í fyrstu umferðinni.
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira