Bandaríski stærðfræðingurinn John Forbes Nash Jr. er látinn eftir að lent í bílslysi í New Jersey í gær.
Nash, sem hlaut Nóbelsverðlaun árið 1994, varð 86 ára gamall.
Bandaríska kvikmyndin A Beautiful Mind frá árinu með Russell Crowe í aðalhlutverki byggði á ævi stærðfræðingsins.
Nash var í Noregi í síðustu viku þar sem hann tók við Abel-verðlaununum í Ósló, auk þess að hitta skákmeistarann Magnus Carlsen, en í frétt VG segir að það hafi verið efst á óskalista Nash í heimsókn hans til Noregs.
Stærðfræðingurinn John Nash látinn
Atli Ísleifsson skrifar
