Smáþjóðaleikarnir settir í Laugardalshöll 1. júní 2015 20:18 Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna. Fimleikar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna.
Fimleikar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira