Pólski töffarinn Joanna Jedrzejczyk Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. júní 2015 12:00 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski MMA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski
MMA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira