Fótbolti

Alfreð á leið til Grikklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í leik með Sociedad.
Alfreð í leik með Sociedad. vísir/getty
Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins, er sagur vera á leið til PAOK á eins árs lánssamningi, en þetta kemur fram í grískum fjölmiðlum.

Heimildir AS fréttastofunar herma að PAOK muni borga eina milljón punda fyrir að fá Alfreð á eins árs lánssamingi, en að lokinni lánsdvölinni á PAOK rétt á að kaupa Alfreð.

Alfreð hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á Spáni á sínu fyrsta tímabili þar, en hann skoraði tvö mörk í 25 leikjum. Hann byrjaði sex þeirra og kom inná sem varamaður í nítján.

Samkvæmt frétt diariovasco.com segist Alfreð líta björtum augum á þetta tækifæri svo hann geti spilað meira og komið enn sterkari til baka til Spánar eftir lánið.

Soceidad og PAOK eru mjög nálægt því að ná samkomulagi samkvæmt heimildum grískra miðla, en PAOK endaði í þriðja sæti grísku deildarinnar í fyrra. Þeir fóru svo í umspil um sæti í Meistaradeildinni, en töpuðu því og spila því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×