Boðar frumvarp svo bæta megi túlkaþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:44 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/daníel „Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál. Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál.
Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30