Þýska knattspyrnufélagið Kaiserslautern hefur gert Viking Stavanger nýtt tilboð í íslenska landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson.
Frá þessu greinir Aftenbladet, en tilboðið sem norska liðið hafnaði síðast var á bilinu 30-50 milljónir íslenskra króna.
Kaiserslautern virðist ólmt í að fá Jón Daða, en Viking missir hann á frjálsri sölu í lok ársins þar sem samningur hans rennur út.
Kaiserslautern endaði í fjórða sæti þýsku 2. deildarinnar á síðustu leiktíð, en liðið var í baráttunni um sæti í 1. deildinni fram í síðustu umferð.

