Báðir stóðu þó upp eftir samstuðið en Ólafur Karl var tekinn af velli skömmu síðar. Stjarnan vann leikinn örugglega, 3-0.
„Það blæddi nokkuð mikið en þetta er ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Karl við Vísi í kvöld. „Það þurfti að sauma 5-6 spor en ég fékk ekki heilahristing eða neitt slíkt.“
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar sem fylgja fréttinni.




