Varnarmálaráðuneyti Kína ásakaði í dag Bandaríkjamenn um að hervæða Suður-Kínahaf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu í kjölfar heræfinga kínverska hersins á svæðinu. Deilt er um yfirráð yfir Suður-Kínahafi en Kínverjar gera tilkall til nánast alls hafsvæðisins auk eyja og sandrifa.
„Kína lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna tilburða bandaríska hersins til að hervæða Suður-Kínahaf. Þessar aðgerðir velta upp þeirri spurningu hvort að Bandaríkin þrái óstjórn á svæðinu?“
Yfirlýsingin var viðbragð Kínverja við ummælum yfirmanns Kyrrahafsflota Bandaríkjanna en hann hafði gagnrýnt framkvæmdir Kínverja á eyjum í Suður-Kínahafi og sagt þær grafa undan alþjóðlegum viðmiðum.
Talsmaður kínverska varnarmálaráðuneytisins vísaði þessu alfarið á bug og taldi að tíðar heræfingar bandaríska hersins og bandamanna væru orsök spennunar á svæðinu.
Kínverjar og fimm önnur ríki hafa öll gert tilkall til hafsvæða og eyja á Suður-Kínahafi sem er ríkt af náttúrulegum auðlindum og mikilvægar skipaleiðir liggja um hafið.
Yfirmaður Kyrrahafsflota var ekki á sama máli og kínverska varnarmálaráðuneytið.
„Suður-Kínahaf væri núna miðpunktur togstreitu á milli flesta ríkja svæðisins sem vilji viðhalda núverandi fyrirkomulagi á yfirráðum yfir svæðinu og Kína sem vilj aftur á móti umbylta fyrirkomilagi til að þjóna sínum eigin þröngt skilgreindu hagsmunum.“
Spenna á Suður-Kínahafi

Tengdar fréttir

Kína hrellir nágrannaríkin
Kínverjar búa sig undir átök um hafið, geiminn, kjarnorku og netið.