Sigursælasta fimleikakona Íslandssögunnar hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 16:22 Thelma lyftir sex fingrum á loft til merkis um þá sex Íslandsmeistaratitla sem hún hefur unnið á ferlinum. vísir/ernir Thelma Rut Hermannsdóttir, sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi, er hætt í fimleikum. Thelma er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir það sex sinnum orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Sjötta og síðasta titilinn vann hún á Íslandsmótinu í mars á þessu ári en með honum fór hún fram úr Berglind Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hvor. „Þetta er komið gott, þetta er 19 ára ferill og það hefur gengið framar vonum hjá mér og fólkinu í kringum mig,“ sagði Thelma í viðtali við RÚV í dag. „Ég er ánægð með þessa ákvörðun og þetta er komið ágætt,“ sagði Thelma sem útilokar þó ekki með öllu að hún klæðist fimleikabolnum á ný. Hún segist í viðtalinu við RÚV hafa hugleitt þetta lengi og ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Hún segist hafa fengið leið á fimleikum fyrir tveimur árum. „Ég fékk smá leið á tímabili en þá byrjaði allt að ganga ótrúlega vel, og betur en mér hafði gengið, og ég hélt áfram,“ sagði Thelma og bætti við: „En núna held ég að það sé kominn ágætur tími. Ég tel að ég hafi toppað allt sem ég get og er búin að standa mig ótrúlega vel og ná góðum árangri.“ Thelma stefnir á háskólanám í haust. „Ég er búin að þjálfa og vinna í sumar og í haust ætla ég í háskólann. Ég byrjaði í háskólanum í fyrra en þurfti að hætta því ég fór til Kína að keppa. Þannig að núna ætla ég bara að taka skólann föstum tökum og gera eitthvað annað," sagði Thelma sem segir fimleikana taka mikinn tíma. „Ég hef verið á 3-4 klukkutíma æfingum sex daga vikunnar. Ég er búin að fara á ótrúlega mörg mót, fara í yfir 35 landsliðsferðir og á mót sem var verið að halda í fyrsta skipti, eins og Evrópuleikana í Bakú. „Þetta er búið að taka rosalega mikinn tíma og það verður pínu skrítið að hafa allt í einu lausan tíma aflögu.“ Thelma hefur ekki alveg skilið við fimleikana en hún er að fara að þjálfa fimleika hjá hverfisliðinu Fjölni. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fimleikar Tengdar fréttir Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00 Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51 Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Thelma Rut Hermannsdóttir, sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi, er hætt í fimleikum. Thelma er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir það sex sinnum orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Sjötta og síðasta titilinn vann hún á Íslandsmótinu í mars á þessu ári en með honum fór hún fram úr Berglind Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hvor. „Þetta er komið gott, þetta er 19 ára ferill og það hefur gengið framar vonum hjá mér og fólkinu í kringum mig,“ sagði Thelma í viðtali við RÚV í dag. „Ég er ánægð með þessa ákvörðun og þetta er komið ágætt,“ sagði Thelma sem útilokar þó ekki með öllu að hún klæðist fimleikabolnum á ný. Hún segist í viðtalinu við RÚV hafa hugleitt þetta lengi og ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Hún segist hafa fengið leið á fimleikum fyrir tveimur árum. „Ég fékk smá leið á tímabili en þá byrjaði allt að ganga ótrúlega vel, og betur en mér hafði gengið, og ég hélt áfram,“ sagði Thelma og bætti við: „En núna held ég að það sé kominn ágætur tími. Ég tel að ég hafi toppað allt sem ég get og er búin að standa mig ótrúlega vel og ná góðum árangri.“ Thelma stefnir á háskólanám í haust. „Ég er búin að þjálfa og vinna í sumar og í haust ætla ég í háskólann. Ég byrjaði í háskólanum í fyrra en þurfti að hætta því ég fór til Kína að keppa. Þannig að núna ætla ég bara að taka skólann föstum tökum og gera eitthvað annað," sagði Thelma sem segir fimleikana taka mikinn tíma. „Ég hef verið á 3-4 klukkutíma æfingum sex daga vikunnar. Ég er búin að fara á ótrúlega mörg mót, fara í yfir 35 landsliðsferðir og á mót sem var verið að halda í fyrsta skipti, eins og Evrópuleikana í Bakú. „Þetta er búið að taka rosalega mikinn tíma og það verður pínu skrítið að hafa allt í einu lausan tíma aflögu.“ Thelma hefur ekki alveg skilið við fimleikana en hún er að fara að þjálfa fimleika hjá hverfisliðinu Fjölni. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Tengdar fréttir Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00 Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51 Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00
Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51
Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34