„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 15:46 Guðmundur Steingrímsson. Vísir/Stefán „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“ Alþingi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“
Alþingi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira