Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 29. ágúst 2015 19:30 Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. Þá ullu aurskriður miklu tjóni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Fjallabyggð í dag til að kynna sér aðstæður eftir tjónið og fyrr í dag fundaði samráðshópur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Hálfdán Sveinsson rekur gistiheimili segir það hafa verið hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn. „Svona upp úr tólf tek ég eftir því að það er farið að renna kakóbrúnt vatn suður Lækjargötuna. Ég veit ekkert hvað er í gangi ég er í sambandi við men í bænum og þá kemur í ljós að Hvanneyraráin hefur brotist úr árfarvegi sínum og farin að renna niður eyrina. Þetta smájókst, allt þetta svæði var undirlagt, þetta var eins og stöðuvatn. Fyrir rest þá fór að leka niður undir hurðar á hótelinu. Þegar þannig var komið þá var ekkert að gera. Við vorum bara í að bjarga húsgögnum og minnka tjónið eins og kostur var. Það var hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum.“ Tjónið hleypur á milljónum. „Það er svolítið erfitt að segja hvað tjónið er mikið. Bara hjá mér hleypur það á einhverjum milljónum. Ég get vel trúað að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum í öllum bænum, bara út frá því sem ég veit núna.“ Hann segir samstöðu bæjarbúa hafa skipt öllu máli í því að lágmarka tjón af vatnavöxtunum. „Það er eitt af þessu yndislega við það að búa á svona stöðum. Fólk stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Núna er verið að klára að hreinsa út og henda húsgögnum sem eyðilögðust, bjarga svo það skemmist ekki meira. Svo verður bara ástandið metið á morgun og mánudaginn.“ Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri jafnar hamförunum við martröð. „Já bara ein alls herjar martröð það var allt flóandi um allt. Drulla og skítur út um allt, segir hann og trúir því að að mörg hús séu skemmd. „Ótrúlega mörg, ábyggilega þrjátíu eða fjörutíu hús.“ Hann segir mikið hreinsunarstarf fram undan, holræsakerfi bæjarins sé stíflað af þykkum leir og tvær götur ónýtar. „Bærinn er að fara í það að hreinsa upp holræsakerfið og síðan þarf að lagfæra þessar götur tvær sem eru ónýtar. Síðan þarf að endurnýja þessi hús hjá borginni og endurbæta það allt saman.“ Veður Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. Þá ullu aurskriður miklu tjóni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Fjallabyggð í dag til að kynna sér aðstæður eftir tjónið og fyrr í dag fundaði samráðshópur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Hálfdán Sveinsson rekur gistiheimili segir það hafa verið hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn. „Svona upp úr tólf tek ég eftir því að það er farið að renna kakóbrúnt vatn suður Lækjargötuna. Ég veit ekkert hvað er í gangi ég er í sambandi við men í bænum og þá kemur í ljós að Hvanneyraráin hefur brotist úr árfarvegi sínum og farin að renna niður eyrina. Þetta smájókst, allt þetta svæði var undirlagt, þetta var eins og stöðuvatn. Fyrir rest þá fór að leka niður undir hurðar á hótelinu. Þegar þannig var komið þá var ekkert að gera. Við vorum bara í að bjarga húsgögnum og minnka tjónið eins og kostur var. Það var hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum.“ Tjónið hleypur á milljónum. „Það er svolítið erfitt að segja hvað tjónið er mikið. Bara hjá mér hleypur það á einhverjum milljónum. Ég get vel trúað að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum í öllum bænum, bara út frá því sem ég veit núna.“ Hann segir samstöðu bæjarbúa hafa skipt öllu máli í því að lágmarka tjón af vatnavöxtunum. „Það er eitt af þessu yndislega við það að búa á svona stöðum. Fólk stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Núna er verið að klára að hreinsa út og henda húsgögnum sem eyðilögðust, bjarga svo það skemmist ekki meira. Svo verður bara ástandið metið á morgun og mánudaginn.“ Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri jafnar hamförunum við martröð. „Já bara ein alls herjar martröð það var allt flóandi um allt. Drulla og skítur út um allt, segir hann og trúir því að að mörg hús séu skemmd. „Ótrúlega mörg, ábyggilega þrjátíu eða fjörutíu hús.“ Hann segir mikið hreinsunarstarf fram undan, holræsakerfi bæjarins sé stíflað af þykkum leir og tvær götur ónýtar. „Bærinn er að fara í það að hreinsa upp holræsakerfið og síðan þarf að lagfæra þessar götur tvær sem eru ónýtar. Síðan þarf að endurnýja þessi hús hjá borginni og endurbæta það allt saman.“
Veður Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent