Lára Rúnars frumsýnir nýtt myndband: „Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2015 11:00 Myndir frá kvöldinu eru eftir M. Alexander Weber. vísir Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan. Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Það varð sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit í Petersen svítunni í Gamla bíó í gærkvöldi. Þá frumsýndi tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir nýtt tónlistarmyndband við titillag nýútkominnar plötu, Þel og hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni. Fyrir tónleikana var að sjálfsögðu horft á leikinn og um leið var kynning á hinum sérbruggaða Petersen lager og Torres hvítvíni við mikla ánægju viðstaddra. ,,Mig langaði til þess að fanga þelið eins og það birtist milli tveggja einstaklinga, þennan kjarna sem dæmir engan og hefur ekki þörf til að skilgreina sig heldur finnur sér farveg þar sem hann á heima,“ segir Lára um lagið Þel. Með aðalhlutverkin í tónlistarmyndbandinu fara þær Guðrún Bjarnadóttir og Laufey Elíasdóttir en Dögg Mósesdóttir leikstýrði og vann myndbandið í samstarfi með Hrafni Garðarssyni. Myndbandið er framleitt af Marimo Films. ,,Myndbandið fjallar um stund þegar að tvær manneskjur ná svo sterkri tengingu að þær verða nánast sama manneskjan, hluti af hvor annarri. Persónurnar eru byggðar á tveimur nánum vinum mínum sem hafa veitt mér mikinn innblástur, annar er látinn en ég hitti hann stundum í draumi. Myndbandið er fullt af tilvísunum í klassískar kvikmyndir sem hafa veitt mér innblástur svo að þetta myndband er svolítið tileinkað andagiftinni,“ segir Dögg um myndbandið sem sjá má hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira