Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2015 19:45 Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. Um eitt hundrað manns taka þátt í verkefninu. Rannsóknarskipið Oceanic Challenger sigldi inn til Reyðarfjarðar í Austfjarðaþokunni í morgun en um borð eru um 60 manns. Aðstoðarskip með 12 manns um borð kom síðdegis en saman halda þau svo í kvöld áleiðis á Drekasvæðið. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir leitinni og eru fulltrúar þess komnir til Reyðarfjarðar til að taka þátt í verkefninu. Við komu skipanna til hafnar í dag mátti einnig sjá fulltrúa annarra handhafa sérleyfisins; norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons. Fulltrúi Orkustofnunar og bæjarstjóri Fjarðabyggðar voru einnig viðstaddir. Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði í dag við komu skipanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Athygli vekur að olíuleitin fer af stað á sama tíma og olíufélög halda að sér höndum um allan heim vegna verðfalls á olíu. „Þetta segir nefnilega dálítið margt um Drekasvæðið. Þar er möguleiki á að finna mjög stórar lindir,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, í viðtali við Stöð 2 á bryggjunni á Reyðarfirði. „Við erum staðfastari í trúnni en áður. Við erum náttúrlega að vinna með tveimur risafyrirtækjum, Petoro og CNOOC. Þeir þekkja þetta betur en við. Þau halda leitinni áfram ótrauð. Við erum mjög ánægð með það,“ segir Heiðar. Auk um sjötíu manns um borð í skipunum starfa um þrjátíu manns í landi við verkefnið, meðal annars við úrvinnslu gagna. Áætlað er að skipin verði 24 daga á Drekasvæðinu. Fyrirtækin eru þannig þegar farin að setja háar fjárhæðir í olíuleitina, bara þessi áfangi verkefnisins er talinn kosta um einn milljarð króna. Olíurannsóknarskipið Oceanic Challenger siglir inn Reyðarfjörð í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skipin munu leita ummerkja olíu undir hafsbotni Drekasvæðisins með bergmálsmælingum en tilvist olíu þarf síðan að staðfesta með borunum. „Við erum með áætlun um að bora þrjár holur. Upprunalega ætluðum við bara að bora eina, - við erum komnir með það upp í þrjár. Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ segir Heiðar Már Guðjónsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48 Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. Um eitt hundrað manns taka þátt í verkefninu. Rannsóknarskipið Oceanic Challenger sigldi inn til Reyðarfjarðar í Austfjarðaþokunni í morgun en um borð eru um 60 manns. Aðstoðarskip með 12 manns um borð kom síðdegis en saman halda þau svo í kvöld áleiðis á Drekasvæðið. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir leitinni og eru fulltrúar þess komnir til Reyðarfjarðar til að taka þátt í verkefninu. Við komu skipanna til hafnar í dag mátti einnig sjá fulltrúa annarra handhafa sérleyfisins; norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons. Fulltrúi Orkustofnunar og bæjarstjóri Fjarðabyggðar voru einnig viðstaddir. Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði í dag við komu skipanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Athygli vekur að olíuleitin fer af stað á sama tíma og olíufélög halda að sér höndum um allan heim vegna verðfalls á olíu. „Þetta segir nefnilega dálítið margt um Drekasvæðið. Þar er möguleiki á að finna mjög stórar lindir,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, í viðtali við Stöð 2 á bryggjunni á Reyðarfirði. „Við erum staðfastari í trúnni en áður. Við erum náttúrlega að vinna með tveimur risafyrirtækjum, Petoro og CNOOC. Þeir þekkja þetta betur en við. Þau halda leitinni áfram ótrauð. Við erum mjög ánægð með það,“ segir Heiðar. Auk um sjötíu manns um borð í skipunum starfa um þrjátíu manns í landi við verkefnið, meðal annars við úrvinnslu gagna. Áætlað er að skipin verði 24 daga á Drekasvæðinu. Fyrirtækin eru þannig þegar farin að setja háar fjárhæðir í olíuleitina, bara þessi áfangi verkefnisins er talinn kosta um einn milljarð króna. Olíurannsóknarskipið Oceanic Challenger siglir inn Reyðarfjörð í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skipin munu leita ummerkja olíu undir hafsbotni Drekasvæðisins með bergmálsmælingum en tilvist olíu þarf síðan að staðfesta með borunum. „Við erum með áætlun um að bora þrjár holur. Upprunalega ætluðum við bara að bora eina, - við erum komnir með það upp í þrjár. Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ segir Heiðar Már Guðjónsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48 Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48
Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn sem hefst núna klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 22. janúar 2014 13:30
Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15
Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent