NBA-deildin staðfesti í gær að breyting yrði á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar í vor en í stað þess að sigurvegari hvers riðils sé tryggt sæti í einum af efstu fjóru sætunum myndu öll liðin í hvorri deild fyrir sig raðast eftir sigurhlutfalli.
NBA deildarkeppnin inniheldur 30 lið sem skiptast í Austur- og Vesturdeild en innan hvorrar deildar eru þrír riðlar.
Hefur það tíðkast undanfarin ár að lið sem vinna riðil sinn séu með öruggt sæti meðal fjögurra efstu liðanna þegar úrslitakeppnin hefst óháð því hvort lið úr öðrum riðlum séu með betri árangur það tímabil.
Kom þessi staða síðast upp á nýafstöðnu tímabili þegar Portland Trailblazers fékk heimaleikjarétt sem liðið í fjórða sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa lent í 6. sæti í gríðarlega sterkri Vesturdeild.
Verður liðum héðan í frá raðað eftir vinningshlutfalli og fá efstu átta liðin sæti í úrslitunum hvert ár en allir stjórnarmeðlimir NBA-deildarinnar samþykktu breytinguna.
Fjögur efstu liðin í úrslitakeppni fá heimavallarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og er því um gríðarlega mikilvægan hlut að ræða.
Breyting á úrslitakeppni NBA-deildarinnar
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
