Bandaríkjunum ekki treystandi fyrir gögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2015 07:00 Max Schrems höfðaði fyrir tveimur árum mál á hendur Facebook á Írlandi, og fagnaði sigri í gær. fréttablaðið/EPA Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins. Tækni Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins.
Tækni Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent