Útilokun
Ég er döpur innst inni í hjarta mínu, ég reyni að láta ekki á því bera því ég vil ekki skyggja á þennan gleðilega dag. Ég fékk ekki táknmálstúlk því ekki var til nægt fjármagn til að borga táknmálstúlkunina. Þessi stund var undirbúin með góðum fyrirvara, var auglýst með metnaði hjá krökkunum en víst ekki rétti tíminn fyrir mig og ekki hægt að endurtaka þetta.
Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í sínu daglega lífi. Ekki má gleyma að þetta er líka fyrir þau sem ekki geta nýtt sér ÍTM en þurfa að eiga samskipti við okkur sem notum ÍTM. Við njótum ekki til fulls viðburða í lífi okkar, barnanna okkar, fjölskyldu og viðburða í kringum okkur þegar við fáum ekki táknmálstúlk sem gefur okkur öllum færi á betra aðgengi í samfélaginu. Þessi tími er glataður, við endurupplifum ekki þessi tímamót í lífi okkar og okkar nánustu. Það er sárt ef við fáum ekki að njóta augnabliksins til jafns við aðra þjóðfélagsþegna, við erum útilokuð.
Binda á okkur hendurnar
Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem foreldrar, húseigendur, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir: „Fatlað fólk á rétt á tjáskiptaleiðum að eigin vali eins og t.d. táknmálstúlkun til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Íslenska ríkið veitir hins vegar of lítið fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi sem þýðir að íslenskum þjóðfélagsþegnum sem reiða sig á íslenskt táknmál er ekki tryggt aðgengi að táknmálstúlkun í daglegu lífi s.s. við atvinnu, í mannfögnuði, á námskeiðum og fleira.
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Síðustu daga hafa birst myndbönd sem ÖBÍ hefur látið vinna og sýna þau raunverulegar aðstæður sem sumt fatlað fólk upplifir á Íslandi í dag. Ég vil hvetja þig til að skrifa undir áskorunina sem má finna á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is/askorun. Við ættum öll að geta skrifað undir mannréttindi fatlaðs fólks og stuðlað þannig að betra samfélagi fyrir alla!
Skoðun
Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding
Ágúst Jónsson skrifar
Snjall notandi, snjallari gervigreind
Agnar Burgess skrifar
Ráð gegn óhugsandi áhættu
Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar
Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður
Dr. Andreas Rasche skrifar
Fimm ára afmæli Batahúss
Agnar Bragason skrifar
Takk!
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar
Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi
Gunnar Salvarsson skrifar
Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi
Kjartan Jónsson skrifar
Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar
Philippe Lazzarini skrifar
Pops áttu p?
Benedikt S. Benediktsson skrifar
Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta
Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar
Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma
Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar
Orkuskiptin heima og að heiman
Eiríkur Hjálmarsson skrifar
Fyrir hvað stöndum við?
Brynja Hallgrímsdóttir skrifar
COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá
Kamma Thordarson skrifar
Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans
Ólafur Hauksson skrifar
Svöng Eflingarbörn
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar
Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Glæpur eða gjörningur?
Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar
Við erum að vinna fyrir þig
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Börn í biðröð hjá Sýslumanni
Helga Vala Helgadóttir skrifar
Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu
Sigvaldi Einarsson skrifar
Byggjum fyrir síðustu kaupendur
Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Það sem við segjum er það sem við erum
Guðný Björk Pálmadóttir skrifar
Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu
Helga F. Edwardsdóttir skrifar
Má bjóða þér einelti?
Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar
Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar?
Helga Þórisdóttir skrifar
Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum
Martha Árnadóttir skrifar
Kann barnið þitt að hjóla?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar