Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 28. október 2015 07:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar