Teitur: Enginn frá Njarðvík hafði samband við Björn í vikunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2015 22:26 Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, vísaði fullyrðinum Böðvars Guðjónssonar, formanns meistaraflokksráðs KR, á Vísi í dag til föðurhúsanna. Böðvar sagði í viðtali fyrr í dag að tvö félög í Domino's-deild karla, Njarðvík og ÍR, ræddu við leikmann KR í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var um leikstjórnandann Björn Kristjánsson að ræða. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn. Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu,“ sagði Böðvar við Vísi fyrr í dag.Sjá einnig:Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Teitur Örlygsson var í viðtali í Domino's-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann tjáði sig um málið og sagði fullyrðingar Böðvars rangar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson.Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls.VísirTeitur segir að allt hafi farið á fullt hjá Njarðvík í haust þegar leikstjórnandinn Stefan Bonneau meiddist illa. Þá hafi þeir haft samband við nokkra leikmenn sem þeir töldu vera samningslausa - þeirra á meðal Björn Kristjánsson og Ægi Þór Steinarsson, leikmenn KR. „Ægir var ekki búinn að skrifa undir við KR þá en gerði það á endanum. Bjössi var þá nýbúinn að skrifa undir sinn samning,“ sagði Teitur. „Við erum ósáttir að það sé fullyrt að við höfðum samband við hann af fyrra bragði í vikunni. Það gerði ekki nokkur maður hjá Njarðvík.“Böðvar Guðjónsson.VísirTeitur segir það rétt sem Böðvar sagði, að öll samskipti um samningsbundna leikmenn eigi að fara fram í gegnum forráðamanna félaganna. Til hafi staðið að funda eftir leik liðanna í kvöld, sem KR vann örugglega, en ekkert hafi orðið að því. „Ég veit ekki hvort að það sé út af þessu viðtali. Við lásum allavega úr því að þessi fundur væri líklegast ekki að fara fram.“ „Mér finnst þeiðinlegt að það sé verið að stilla Bjössa upp við vegg. Það er óþægilegt fyrir unga leikmenn,“ sagði Teitur Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, vísaði fullyrðinum Böðvars Guðjónssonar, formanns meistaraflokksráðs KR, á Vísi í dag til föðurhúsanna. Böðvar sagði í viðtali fyrr í dag að tvö félög í Domino's-deild karla, Njarðvík og ÍR, ræddu við leikmann KR í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var um leikstjórnandann Björn Kristjánsson að ræða. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn. Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu,“ sagði Böðvar við Vísi fyrr í dag.Sjá einnig:Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Teitur Örlygsson var í viðtali í Domino's-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann tjáði sig um málið og sagði fullyrðingar Böðvars rangar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson.Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls.VísirTeitur segir að allt hafi farið á fullt hjá Njarðvík í haust þegar leikstjórnandinn Stefan Bonneau meiddist illa. Þá hafi þeir haft samband við nokkra leikmenn sem þeir töldu vera samningslausa - þeirra á meðal Björn Kristjánsson og Ægi Þór Steinarsson, leikmenn KR. „Ægir var ekki búinn að skrifa undir við KR þá en gerði það á endanum. Bjössi var þá nýbúinn að skrifa undir sinn samning,“ sagði Teitur. „Við erum ósáttir að það sé fullyrt að við höfðum samband við hann af fyrra bragði í vikunni. Það gerði ekki nokkur maður hjá Njarðvík.“Böðvar Guðjónsson.VísirTeitur segir það rétt sem Böðvar sagði, að öll samskipti um samningsbundna leikmenn eigi að fara fram í gegnum forráðamanna félaganna. Til hafi staðið að funda eftir leik liðanna í kvöld, sem KR vann örugglega, en ekkert hafi orðið að því. „Ég veit ekki hvort að það sé út af þessu viðtali. Við lásum allavega úr því að þessi fundur væri líklegast ekki að fara fram.“ „Mér finnst þeiðinlegt að það sé verið að stilla Bjössa upp við vegg. Það er óþægilegt fyrir unga leikmenn,“ sagði Teitur Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira