Innlent

Dagur felldi jólatré með „hinni mögnuðu Khamsy“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur og Khamsy með tréð í baksýn.
Dagur og Khamsy með tréð í baksýn. Mynd af Fésbókarsíðu borgarstjórans
Oslóartréð verður tendrað á Austurvelli sunnudaginn 29. nóvember. Varaborgarstjóri norsku höfuðborgarinnar, Khamshajiny Gunaratnam, mun fylgja trénu hingað til lands.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, tók sér frí frá umræðu um fjárhag borgarinnar og skellti sér til Noregs þar sem tréð var fellt í morgun. Dagur greinir frá því á Facebook-síðu sinni og er greinilegt að vel fór á með embættismönnunum.

Dagur og Khamsy við arineld í Noregi í morgun.Mynd af Fésbókarsíðu borgarstjórans
Eftir nokkuð hik og hlátrasköll á tveggja manna söginni þá skotgekk að fella Oslóartréð með hinni mögnuðu Khamsy,“ segir Dagur. 

Khamshajiny var kosin í borgarráð Osló árið 2007 og var skiptuð varaborgarstjóri í Osló þann 21. október síðastliðinn. Hún var ein þeirra sem komst lífs af í hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Þá syndi hún frá eyjunni undan byssuskotum Anders Breivik.

Bevis: Jeg og ordføreren i Reykjavik debuterer.

Posted by Khamshajiny Gunaratnam on Wednesday, 4 November 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×