Ledfoot spilar á tónleikum í kvöld: Skapaði sína eigin tegund tónlistar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2015 11:00 Hér má sjá Ledfoot. Hann heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Mynd/Janette Beckman Hinn bandaríski Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot, er staddur hér á landinu í þeim tilgangi að halda tónleika. Þetta er í þriðja sinn sem þessi færi tónlistarmaður leikur hér á landi, síðast lék hann á Secret Solstice. Ledfoot hefur verið lengi í bransanum, er þaulreyndur tónlistarmaður. Hann er alinn upp víða Bandaríkin. „Við þurftum að flytja mikið þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi farið í um 25 grunnskóla og búið í alltof mörgum fylkjum. Ég á eiginlega engan stað í Bandaríkjunum sem ég kalla „heima“, nema kannski Tampa í Flórída, þar sem amma mín og afi bjuggu.“ Ledfoot hefur verið í tónlistarbransanum í áraraðir.Hann byrjaði á því að læra á banjó og notar tæknina þaðan til þess að bæta gítarleik sinn. Hann leikur á sérsmíðaða gítara, tólfstrengja með sérstökum strengjum. Hér má sjá umfjöllun um Ledfoot í Rolling Stone. „Ég hef verið í þessum bransa lengi og einsetti mér það að skapa mína eigin tónlistartegund,“ útskýrir Ledfoot. Tónlistin sem hann leikur er kölluð Gothic Blues. Tónlist hans er magnþrungin og stundum svolítið ögrandi, kannski í stíl við hann sjálfan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Janette Beckman tók er Ledfoot frekar óhefðbundinn í útlit. Hann gerir sér grein fyrir þessu. „Þegar ég fer með börnin mín á leikskólann eða skólann er ég stundum með svart naglalakk og málningu framan í mér, frá kvöldinu áður. En fólkið þar þekkir mig og veit að þetta er bara svipað og ef verkamaður mætti með hjálminn sinn,“ segir hann og hlær. Sjá einnig: Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Ledfoot er búsettur í Noregi og á fjögur börn. „Það er kalt í Noregi, en annars er lífið gott. Ég bý þar fyrir börnin mín,“ útskýrir hann. Ítarlegra viðtal við hann birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Gamla Gauknum. Hægt er að fá miða á Midi.is. Tengdar fréttir Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30 Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hinn bandaríski Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot, er staddur hér á landinu í þeim tilgangi að halda tónleika. Þetta er í þriðja sinn sem þessi færi tónlistarmaður leikur hér á landi, síðast lék hann á Secret Solstice. Ledfoot hefur verið lengi í bransanum, er þaulreyndur tónlistarmaður. Hann er alinn upp víða Bandaríkin. „Við þurftum að flytja mikið þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi farið í um 25 grunnskóla og búið í alltof mörgum fylkjum. Ég á eiginlega engan stað í Bandaríkjunum sem ég kalla „heima“, nema kannski Tampa í Flórída, þar sem amma mín og afi bjuggu.“ Ledfoot hefur verið í tónlistarbransanum í áraraðir.Hann byrjaði á því að læra á banjó og notar tæknina þaðan til þess að bæta gítarleik sinn. Hann leikur á sérsmíðaða gítara, tólfstrengja með sérstökum strengjum. Hér má sjá umfjöllun um Ledfoot í Rolling Stone. „Ég hef verið í þessum bransa lengi og einsetti mér það að skapa mína eigin tónlistartegund,“ útskýrir Ledfoot. Tónlistin sem hann leikur er kölluð Gothic Blues. Tónlist hans er magnþrungin og stundum svolítið ögrandi, kannski í stíl við hann sjálfan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Janette Beckman tók er Ledfoot frekar óhefðbundinn í útlit. Hann gerir sér grein fyrir þessu. „Þegar ég fer með börnin mín á leikskólann eða skólann er ég stundum með svart naglalakk og málningu framan í mér, frá kvöldinu áður. En fólkið þar þekkir mig og veit að þetta er bara svipað og ef verkamaður mætti með hjálminn sinn,“ segir hann og hlær. Sjá einnig: Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Ledfoot er búsettur í Noregi og á fjögur börn. „Það er kalt í Noregi, en annars er lífið gott. Ég bý þar fyrir börnin mín,“ útskýrir hann. Ítarlegra viðtal við hann birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Gamla Gauknum. Hægt er að fá miða á Midi.is.
Tengdar fréttir Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30 Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30
Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30