Sport

Tíu gull og sjö Íslandsmet hjá Hrafnhildi | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og vann gull í tíu greinum. Sex einstaklingsgreinum og fjórum boðsundsgreinum með sveit SH.

Hún bætti einnig sex Íslandsmet í mótinu - í öllum þremur fjórsundsgreinunum, 100 m bringusundi og tveimur boðsundum. Þá jafnaði hún metið í 50 m bringusundi.

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann fern gullverðlaun í einstaklingsgreinum og eitt silfur. Kristinn Þórarinsson, sem er nítján ára, vann allar þær fimm einstaklingsgreinar sem hann keppti í.

Anton Brink, ljósmyndari 365, var í Ásvallalaug í dag og tók meðfylgjandi myndir.


Tengdar fréttir

SH með tvö Íslandsmet | Fimmta met Hrafnhildar

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.

Eygló Ósk með Íslandsmet í baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Ægi, setti Íslandsmet 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi

Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×