Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2015 14:33 Lindu Pé ofbýður hvernig landsbyggðamenn tala um Gísla Martein -- og skakkar leikinn. Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira