Lebron með stórleik í fimmta heimasigri Cleveland í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Vel gert, gamli. Gemmér hæ fæv. vísir/getty Cleveland Cavaliers undir forystu LeBron James byrjar nýtt tímabil í NBA-deildinni mjög vel, en liðið vann fimmta heimaleikinn í röð í nótt þegar það lagði Utah Jazz að velli, 118-114. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 31 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Mo Williams lét ekki sitt eftir liggja með 29 stig og Kevin Love skoraði 22 stig og tók átta fráköst. Alec Burks kom heitur inn af bekknum hjá Utah og skoarði 24 stig, Jazz-liðið er búið að vinna fjóra leiki og tapa þremur við upphaf deildarinnar. LeBron treður: Kevin Durant hafði hægt um sig í stigaskorun í öruggum 125-101 heimasigri Oklahoma City gegn Washington Wizards í nótt. Durant skoraði fjórtán stig og tók tíu fráköst. Serge Ibaka var stigahæstur með 23 stig en stjarna kvöldsins var Russell Westbrook sem skutlaði í eina dúndur þrennu með 22 stigum, ellefu fráköstum og ellefu stoðsendingum. New Orleans Pelicans var spáð góðu gengi í ár með nýjan þjálfara og einn besta leikmann deildarinnar, Anthony Davis, innan sinna raða. Liðið byrjaði þó á því að tapa fyrstu sex leikjum tímabilsins. Pelíkanarnir unnu loksins í nótt. Dallas kom í heimsókn og þurfti að lúta í gras, 120-105, en Davis skoraði 17 stig og tók sjö fráköst. Ryan Anderson kom sterkur inn af bekknum og skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en hjá Dallas var Dirk Nowitzki stigahæstur með 18 stig.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 118-114 Washington Wizards - OKC Thunder 101-125 Miami Heat - LA Lakers 101-88 Toronto Raptors - New York Knicks 109-111 Milwaukee Bucks - Boston Celtics 83-99 Minnesota Timberwolves - Charlotte Hornets 95-104 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 120-105 Westbrook með þrennu: NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Cleveland Cavaliers undir forystu LeBron James byrjar nýtt tímabil í NBA-deildinni mjög vel, en liðið vann fimmta heimaleikinn í röð í nótt þegar það lagði Utah Jazz að velli, 118-114. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 31 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Mo Williams lét ekki sitt eftir liggja með 29 stig og Kevin Love skoraði 22 stig og tók átta fráköst. Alec Burks kom heitur inn af bekknum hjá Utah og skoarði 24 stig, Jazz-liðið er búið að vinna fjóra leiki og tapa þremur við upphaf deildarinnar. LeBron treður: Kevin Durant hafði hægt um sig í stigaskorun í öruggum 125-101 heimasigri Oklahoma City gegn Washington Wizards í nótt. Durant skoraði fjórtán stig og tók tíu fráköst. Serge Ibaka var stigahæstur með 23 stig en stjarna kvöldsins var Russell Westbrook sem skutlaði í eina dúndur þrennu með 22 stigum, ellefu fráköstum og ellefu stoðsendingum. New Orleans Pelicans var spáð góðu gengi í ár með nýjan þjálfara og einn besta leikmann deildarinnar, Anthony Davis, innan sinna raða. Liðið byrjaði þó á því að tapa fyrstu sex leikjum tímabilsins. Pelíkanarnir unnu loksins í nótt. Dallas kom í heimsókn og þurfti að lúta í gras, 120-105, en Davis skoraði 17 stig og tók sjö fráköst. Ryan Anderson kom sterkur inn af bekknum og skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en hjá Dallas var Dirk Nowitzki stigahæstur með 18 stig.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 118-114 Washington Wizards - OKC Thunder 101-125 Miami Heat - LA Lakers 101-88 Toronto Raptors - New York Knicks 109-111 Milwaukee Bucks - Boston Celtics 83-99 Minnesota Timberwolves - Charlotte Hornets 95-104 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 120-105 Westbrook með þrennu:
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira