Sport

Íslensk sundkona með Downs búin að vinna tvö gull og setja þrjú Evrópumet

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristín Þorsteinsdóttir er í ham á Ítalíu.
Kristín Þorsteinsdóttir er í ham á Ítalíu.
Kristín Þorsteinsdóttir, íslensk sundkona með Downs-heilkennið, er búin að vinna tvenn gullverðlaun, eitt silfur og eitt brons á Evrópumóti fólks með Downs sem stendur yfir á Ítalíu.

Kristín byrjaði á að setja nýtt Evrópumet í undanrásum í 25 metra skriðsundi á sunnudaginn og bætti Evrópumetið svo aftur í úrslitasundinu þar sem hún kom fyrst í mark og fékk gullverðlaun.

Hún stórbætti sig svo í 50 metra flugsundi, en hún bætti sinn besta tíma í úrslitasundinu um tvær sekúndur og fékk silfur.

Kristín hélt svo áfram að slá í gegn í gær þegar hún varð Evrópumeistari í 25 metra baksundi en þar setti hún um leið sitt þriðja Evrópumet. Tvenn gullverðlaun komin í hús.

Hún varð svo fjórða inn í úrslitin í 50 metra baksundi en bætti sig þar líka og endaði í þriðja sæti og fékk bronsverðlaun. Fjögur úrslitasund og fern verðlaun hjá Kristínu til þessa.

Kristín heldur áfram að synda í dag, en fylgjast má betur með árangri hennar á stuðningsmannasíðu Kristínar á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×