Loftslagsgangan þrýstir á um róttækar aðgerðir í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 20:15 Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru. Loftslagsmál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru.
Loftslagsmál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent