Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni.
Höfuðstöðvar Mjölnis færast yfir í Öskjuhlíðina, en þetta var tilkynnt á afmælishátíð Mjölnis sem fór fram í dag. Frá þessu greina mmafrettir.is.
Sjá einnig: Sjáðu hvað Conor er búinn að móðga Aldo oft
Gunnar Nelson og McGregor eru nú saman í Los Angeles þar sem þeir æfa sama fyrir UFC 194, en kvöldið fer fram tólfta desember. Þá mætir Conor Jose Aldo og Gunnar mætir Demian Maia.
Gunnar tók upp myndband í dag og skilaði kveðju til Mjölnis, en McGregor kom einnig sinni kveðju á framfæri.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Sport