Veðurstofan spáir kólnandi veðri í dag og á morgun og allt að 10 stiga frosti. Þá byrjar að snjóa fyrir norðan í dag og spáð er éljum sunnanlands.
Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni Veðurlíf þar sem hún segir að nóg verði að gerast í veðrinu í dag. Ekki er nóg með að það kólni og byrji að snjóa heldur er spáð hvassviðri um land allt, jafnvel stormi á stöku stað.
„Um hádegi snýst í hvassa norðaustlæga átt með snjókomu og skafrenningi á Vestfjörðum. Norðanáttin dreifir síðan úr sér yfir N-vert landið annað kvöld [innsk. föstudag] með snjókomu, en dregur þó úr styrknum. Ljóst er að færðin verður ekki upp á marga fiska fyrir norðan. Með öðrum orðum vetrarveður á Íslandi!“
Veðurhorfur næsta sólarhringinn samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands:
Suðvestan 13-20 m/s og él, en léttskýjað A-lands. Norðlægari og snjókoma á Vestfjörðum og Ströndum. Hægari seint í dag, víða snjókoma fyrir norðan og él sunnantil. Kólnandi veður, vægt frost í kvöld. Norðaustan 8-13 og snjókoma eða él á morgun. Hægari á sunnanverðu landinu og þurrt að mestu eftir hádegi. Frost 1 til 10 stig.
Nóg að gerast í veðrinu á morgun - kólnandi veður, hálka, snjór, skafrenningur og hvassviðri. Í kvöld og nótt hvessir,...
Posted by Veðurlíf on Wednesday, 25 November 2015