Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 17:00 Íbúar á suðvesturhorni landsins mega búa sig undir mikið hvassviðri og skafrenning í fyrramálið. Foto: Vísir/Stefán „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55
Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35