Eins og í hryllingsmynd í Eyjum: „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 21:01 Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast í óveðrinu í febrúar 1991. Vísir/GVA Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna. „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi.“Sjá einnig:Svipmyndir frá óveðrinu 1991 Búið er að rýma nokkur hús í nágrenninu en enn sem komið er hafa Ragna og fjölskylda ekki orðið fyrir tjóni. Þó er byrjað að leka og þau farin að finna til fötur. Fyrr í kvöld urðu þau vitni að því þegar björgunarsveitarmenn reyndu að fergja þakplötu sem hafði fokið af húsi í götunni. Stjörnutjúllað veður „Það er stjörnutjúllað veður hérna og eiginlega bara eins og í hryllingsmynd. Nú hefur ofankoma bæst í þetta og aðstæður eru mjög erfiðar,“ segir Ragna. Björgunarsveitarmenn og lögregla hefur reynt að athafna sig í veðrinu og eru að sögn Rögnu úti um allan bæ að reyna að aðstoða. „Það treystir sér enginn hingað uppeftir,“ segir Ragna. „Fleiri þök eru að fjúka og það er bara neyðarástand.“Hún segir fjölskyldu sína ekki á förum enda ekkert að fara. Til að komast í bílinn þurfi að fara út og inn í bílskúr. Ljóst er að bílskúrshurðin myndi fara ef reynt yrði að fara inn í bílskúrinn.„Hún færi bara fjandans til.“Djöfulgangurinn byrjar með suðvestanáttinniSmáragata er ofarlega í Vestmannaeyjum þar sem þakplata fauk af húsi sem stendur afar tæpt. „Húsið fær eiginlega allan strenginn á milli Eldfells og Helgarfells,“ segir Ragna sem finnur að vindáttin er að breytast. Nú sé að skella á suðvestan átt sem sé sú versta fyrir Eyjamenn. „Þá byrjar djöfulgangurinn.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna. „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi.“Sjá einnig:Svipmyndir frá óveðrinu 1991 Búið er að rýma nokkur hús í nágrenninu en enn sem komið er hafa Ragna og fjölskylda ekki orðið fyrir tjóni. Þó er byrjað að leka og þau farin að finna til fötur. Fyrr í kvöld urðu þau vitni að því þegar björgunarsveitarmenn reyndu að fergja þakplötu sem hafði fokið af húsi í götunni. Stjörnutjúllað veður „Það er stjörnutjúllað veður hérna og eiginlega bara eins og í hryllingsmynd. Nú hefur ofankoma bæst í þetta og aðstæður eru mjög erfiðar,“ segir Ragna. Björgunarsveitarmenn og lögregla hefur reynt að athafna sig í veðrinu og eru að sögn Rögnu úti um allan bæ að reyna að aðstoða. „Það treystir sér enginn hingað uppeftir,“ segir Ragna. „Fleiri þök eru að fjúka og það er bara neyðarástand.“Hún segir fjölskyldu sína ekki á förum enda ekkert að fara. Til að komast í bílinn þurfi að fara út og inn í bílskúr. Ljóst er að bílskúrshurðin myndi fara ef reynt yrði að fara inn í bílskúrinn.„Hún færi bara fjandans til.“Djöfulgangurinn byrjar með suðvestanáttinniSmáragata er ofarlega í Vestmannaeyjum þar sem þakplata fauk af húsi sem stendur afar tæpt. „Húsið fær eiginlega allan strenginn á milli Eldfells og Helgarfells,“ segir Ragna sem finnur að vindáttin er að breytast. Nú sé að skella á suðvestan átt sem sé sú versta fyrir Eyjamenn. „Þá byrjar djöfulgangurinn.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34