Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu.
Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna hverju sinni.
Spáð er roki og ofsaveðri eftir hádegi í dag en ofsaveðri og fárviðri á landinu öllu í kvöld.
Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um veðrið í dag.
Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs

Tengdar fréttir

Lokanir vegna veðurs
Spá ofsaveðri og fárviðri í dag og í kvöld.

Það sem þú þarft að vita um veðrið
Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld.

Fylgstu með óveðrinu koma
Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu.

Öllu innanlandsflugi aflýst eftir hádegi
Ekkert verður flogið innanlands eftir hádegi í dag vegna veðurs en von er á ofsaveðri víða um land í dag og í kvöld.

Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti
Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu.

Lokanir Vegagerðarinnar
Gæti breyst vegna aðstæðna og veðurs.