Jólagjöfin í ár? Endurheimt votlendis Halldór Reynisson skrifar 3. desember 2015 07:00 Loftslagsmálin eru „stærsta siðferðismál samtímans“ að sögn Frans páfa. Við Íslendingar höfum verið frekar seinir til í umhverfismálum og ef allir jarðarbúar stigju jafnt þungt til jarðar og við, þá þyrfti heilar sjö Jarðir. Til er einföld leið til að bæta stöðu okkar í loftslagsmálum; að moka ofan í einhverja af þeim rúmlega 30 þúsund kílómetrum af skurðum sem grafnir voru í mýrlendi landsins. Sem sagt; að endurheimta votlendið, a.m.k. hluta þess. Í seinna stríði hófu Íslendingar að ræsa fram mýrar til að rækta tún og efla landbúnað og framleiðslan stórjókst. En við fórum hressilega fram úr okkur sjálfum í þarflausum dugnaði. Enda vissu menn ekki betur í þann tíð en að þessi skurðgröftur heyrði til framfara. Alls er talið að um 4.000 ferkílómetrar lands hafi verið ræstir fram. Af þessu landi eru 15-17 af hundraði nýtt til landbúnaðar. Afgangurinn? Dælir út koldíoxíði sem eykur á loftslagsvandann. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Íslendinga að stíga léttar til jarðar í loftslagsmálum með því einfaldlega að moka ofan í eitthvað af öllum þessum skurðum. Ávinningurinn af því að moka ofan í kílómetra langan skurð eru 25 hektarar votlendis. Og hver hektari votlendis bindur álíka mikið koldíoxíð og tíu jepplingar losa út í andrúmsloftið á ári. Það kann að þvælast fyrir að mest af framræstu landi er í einkaeign. Væri ráð að fólk og fyrirtæki gætu tekið landspildur í „fóstur“? Fengið að leggja til fjármuni sem þarf til að endurheimta votlendið? Væri ekki hægt að hugsa upp svipað fyrirkomulag og með bændaskógana þannig að bændur sjálfir hefðu hag af því að endurheimta votlendið sem þeir nýta ekki til landbúnaðar? Getur það orðið jólagjöfin í ár að gefa Íslandi eitthvað af votlendi til baka? Ég veit fyrir víst að lóan og spóinn mundu fagna, enda eru mýrarnar kjörlendi þeirra, en þessir fuglar eru vorboðar í sveitum landsins og í þjóðarsálinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru „stærsta siðferðismál samtímans“ að sögn Frans páfa. Við Íslendingar höfum verið frekar seinir til í umhverfismálum og ef allir jarðarbúar stigju jafnt þungt til jarðar og við, þá þyrfti heilar sjö Jarðir. Til er einföld leið til að bæta stöðu okkar í loftslagsmálum; að moka ofan í einhverja af þeim rúmlega 30 þúsund kílómetrum af skurðum sem grafnir voru í mýrlendi landsins. Sem sagt; að endurheimta votlendið, a.m.k. hluta þess. Í seinna stríði hófu Íslendingar að ræsa fram mýrar til að rækta tún og efla landbúnað og framleiðslan stórjókst. En við fórum hressilega fram úr okkur sjálfum í þarflausum dugnaði. Enda vissu menn ekki betur í þann tíð en að þessi skurðgröftur heyrði til framfara. Alls er talið að um 4.000 ferkílómetrar lands hafi verið ræstir fram. Af þessu landi eru 15-17 af hundraði nýtt til landbúnaðar. Afgangurinn? Dælir út koldíoxíði sem eykur á loftslagsvandann. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Íslendinga að stíga léttar til jarðar í loftslagsmálum með því einfaldlega að moka ofan í eitthvað af öllum þessum skurðum. Ávinningurinn af því að moka ofan í kílómetra langan skurð eru 25 hektarar votlendis. Og hver hektari votlendis bindur álíka mikið koldíoxíð og tíu jepplingar losa út í andrúmsloftið á ári. Það kann að þvælast fyrir að mest af framræstu landi er í einkaeign. Væri ráð að fólk og fyrirtæki gætu tekið landspildur í „fóstur“? Fengið að leggja til fjármuni sem þarf til að endurheimta votlendið? Væri ekki hægt að hugsa upp svipað fyrirkomulag og með bændaskógana þannig að bændur sjálfir hefðu hag af því að endurheimta votlendið sem þeir nýta ekki til landbúnaðar? Getur það orðið jólagjöfin í ár að gefa Íslandi eitthvað af votlendi til baka? Ég veit fyrir víst að lóan og spóinn mundu fagna, enda eru mýrarnar kjörlendi þeirra, en þessir fuglar eru vorboðar í sveitum landsins og í þjóðarsálinni.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar