Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar hæst að Golden State vann enn eina ferðina.
Að þessu sinni valtaði Golden State yfir Sacramento. Meistararnir eru þar með búnir að vinna 29 leiki og aðeins tapa einum.
Stephen Curry lenti í því að litli bróðir hans, Seth, var að verjast honum í fyrsta skipti í deildinni. Það tók Steph aðeins úr jafnvægi er hann klikkaði á fyrsta þriggja stiga skotinu en síðan náði hann áttum og fór á kostum.
Curry var með þrefalda tvennu í leiknum. Hann skoraði 23 stig, tók 14 fráköst (sem er hans besta á ferlinum, og gaf 10 stoðsendingar. Þetta er í sjötta sinn á ferlinum sem Curry nær þrefaldri tvennu.
Þetta var 33. heimasigur Warriors í röð.
Úrslit:
Charlotte-LA Lakers 108-98
Indiana-Atlanta 93-87
Orlando-New Orleans 104-89
Washington-LA Clippers 91-108
Miami-Brooklyn 105-111
Chicago-Toronto 104-97
Dallas-Milwaukee 103-93
San Antonio-Minnesota 101-95
Phoenix-Cleveland 97-101
Utah-Philadelphia 95-91
Golden State-Sacramento 122-103
Staðan í NBA-deildinni.
Curry fór illa með litla bróður
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



