Trump um Pútín: Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið einhvern Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2015 21:58 Donald Trump ferðast nú landshorna á milli í kosningabaráttu sinni. vísir/Ap „Ef Pútín ber virðingu fyrir mér og ef Pútín kallar mig snilling þá þigg ég hrósið fyrir minn part, sem og fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir auðkýfingurinn Donald Trump. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu á fimmtudag fór Vladimir Pútín Rússlandsforseti fögrum orðum um Trump sem sækist nú eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar hældi Pútín honum á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Í samtali við ABC News í dag sagðist Trump vera þakklátur fyrir jafn hlý ummæli í sinn garð og tók upp hanskann fyrir hinn nýja bandamann sinn. Inntur eftir svörum um hvað honum þætti um orðróma þess efnis að Pútín hafi látið taka fjölda blaðamanna af lífi í valdatíð sinni sagðist Trump ekki hafa séð neinar sannanir þess efnis. „Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið nokkurn mann,“ sagði Trump og bætti við. „Hann hefur alltaf neitað því. Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð, að minnsta kosti hérlendis. Það hefur aldrei verið sannað að hann hafi drepið blaðamenn.“Talið er að um 36 blaðamenn hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992. Frægasta dæmi þess er eflaust rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya, sem reyndist stjórn Pútíns óþægur ljár í þúfu, sem var myrt árið 2006. Morðingi hennar var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári. Sjá má viðtalið við Trump á ABC hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
„Ef Pútín ber virðingu fyrir mér og ef Pútín kallar mig snilling þá þigg ég hrósið fyrir minn part, sem og fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir auðkýfingurinn Donald Trump. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu á fimmtudag fór Vladimir Pútín Rússlandsforseti fögrum orðum um Trump sem sækist nú eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar hældi Pútín honum á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Í samtali við ABC News í dag sagðist Trump vera þakklátur fyrir jafn hlý ummæli í sinn garð og tók upp hanskann fyrir hinn nýja bandamann sinn. Inntur eftir svörum um hvað honum þætti um orðróma þess efnis að Pútín hafi látið taka fjölda blaðamanna af lífi í valdatíð sinni sagðist Trump ekki hafa séð neinar sannanir þess efnis. „Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið nokkurn mann,“ sagði Trump og bætti við. „Hann hefur alltaf neitað því. Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð, að minnsta kosti hérlendis. Það hefur aldrei verið sannað að hann hafi drepið blaðamenn.“Talið er að um 36 blaðamenn hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992. Frægasta dæmi þess er eflaust rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya, sem reyndist stjórn Pútíns óþægur ljár í þúfu, sem var myrt árið 2006. Morðingi hennar var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári. Sjá má viðtalið við Trump á ABC hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19
Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32
Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45
Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00
Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57