Biður Múm afsökunar Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. febrúar 2015 09:30 Tónlistarmaðurinn Kindness kemur til landsins í fyrsta sinn í febrúar til að koma fram á Sónar Reykjavík. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn Adam Bainbridge gefur út tónlist undir listamannsnafninu Kindness en hann er á leið til landsins til þess að koma fram á Sónar Reykjavík innan skamms. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands og ég er mjög spenntur. Ísland er svo langt í burtu og þegar maður kemur fram svona langt í burtu að heiman þá líður manni eins og maður hafi náð langt,“ segir Adam um komu sína til landsins. Hann veit þó ýmislegt um Ísland og hlustar á Björk. Adam rifjar upp kynni sín af íslensku hljómsveitinni Múm. „Ég var eitt sinn að heimsækja félaga minn í íbúðina hans í Berlín en hljómsveitin Múm hafði verið í sömu íbúð og var búnaður hennar geymdur í íbúðinni. Ég fór að skoða búnaðinn og fékk að stelast í trommuheila sem þau áttu. Ég fór að fikta í trommuheilanum og mig minnir að ég hafi óvart eytt sampli út af honum. Mig langar bara að biðja Múm afsökunar ef ég hef ég eytt sampli út af trommuheilanum þeirra,“ útskýrir Adam léttur í lundu. Kindness gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2012, World, You Need a Change of Mind, en hvað var hann að bralla fyrir sína fyrstu útgáfu? „Ætli ég hafi ekki bara verið að búa til vandræði í Berlín. Ég ferðaðist mikið og fór svo að semja tónlist. Stundum veit fólk að það verður tónlistarmenn í framtíðinni en stundum verður fólk tónlistarmenn af slysni og það má segja að ég hafi orðið tónlistarmaður af slysni,“ segir Adam. Hann segir þó að hæfni sín í að leika á hljóðfæri sé misjöfn. „Ég spila á mörg á hljóðfæri en spila bara ekki vel á þau,“ segir Adam og hlær. Hann bætir þó við að bassinn sé hans skásta hljóðfæri. „Ég elska bassann, því ég er minnst slappur að spila á hann.“ Á síðasta ári kom út platan Otherness frá Kindness og fékk hún lof margra gagnrýnenda. Adam lýsir tónlistinni sinni sem blöndu af fönktónlist, R&B og popptónlist. Hans helstu áhrifavaldar í tónlist eru Prince, Timbaland, Missy Elliot, Daft Punk, Stevie Wonder og margir fleiri. „Ég hlusta á allt frá gamalli klassík yfir í nýtt popp.“Kindness og hljómsveit hans eru þekkt fyrir hressa og skrautlega sviðsframkomu.Vísir/GettyHann vill meina að fólk í dag sé að verða of óþolinmótt eftir nýju efni frá tónlistarmönnum. „Fólk á að mínu mati að bíða lengur eftir nýrri tónlist. Þessi nýja hefð, að hlusta á plötu í viku og biðja svo um nýja plötu eftir viku hlustun, er ekki sniðug. Tónlistarmenn leggja að jafnaði mjög mikla vinnu í plöturnar sínar og það tekur sinn tíma. Þetta er eins og að lesa verk eftir Shakespeare og spyrja hann svo strax eftir lesturinn: „Ertu byrjaður á nýju verki?“,“ útskýrir Adam. Hann semur grunninn að lögunum sínum sjálfur en nýtur svo aðstoðar fleiri tónlistarmanna þegar líður á ferlið. Hann er einmitt með heila hljómsveit á bak við sig á tónleikum og tekur hana með sér á Sónar. Þau hafa vakið athygli fyrir hressandi og skrautlega sviðsframkomu. „Já, auðvitað verð ég með hljómsveitina mína með mér. Ég spila ekki án hennar.“ Kindness er á leið í tónleikaferðalag í kjölfar Sónar. „Við byrjum tónleikaferðalagið á Sónar í Stokkhólmi og svo á Sónar í Reykjavík. Við förum svo til Bandaríkjanna í mánaðarlangt tónleikaferðalag sem hefst í New York,“ segir Adam.Kindness kemur fram á Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 14. febrúar. Sónar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Adam Bainbridge gefur út tónlist undir listamannsnafninu Kindness en hann er á leið til landsins til þess að koma fram á Sónar Reykjavík innan skamms. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands og ég er mjög spenntur. Ísland er svo langt í burtu og þegar maður kemur fram svona langt í burtu að heiman þá líður manni eins og maður hafi náð langt,“ segir Adam um komu sína til landsins. Hann veit þó ýmislegt um Ísland og hlustar á Björk. Adam rifjar upp kynni sín af íslensku hljómsveitinni Múm. „Ég var eitt sinn að heimsækja félaga minn í íbúðina hans í Berlín en hljómsveitin Múm hafði verið í sömu íbúð og var búnaður hennar geymdur í íbúðinni. Ég fór að skoða búnaðinn og fékk að stelast í trommuheila sem þau áttu. Ég fór að fikta í trommuheilanum og mig minnir að ég hafi óvart eytt sampli út af honum. Mig langar bara að biðja Múm afsökunar ef ég hef ég eytt sampli út af trommuheilanum þeirra,“ útskýrir Adam léttur í lundu. Kindness gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2012, World, You Need a Change of Mind, en hvað var hann að bralla fyrir sína fyrstu útgáfu? „Ætli ég hafi ekki bara verið að búa til vandræði í Berlín. Ég ferðaðist mikið og fór svo að semja tónlist. Stundum veit fólk að það verður tónlistarmenn í framtíðinni en stundum verður fólk tónlistarmenn af slysni og það má segja að ég hafi orðið tónlistarmaður af slysni,“ segir Adam. Hann segir þó að hæfni sín í að leika á hljóðfæri sé misjöfn. „Ég spila á mörg á hljóðfæri en spila bara ekki vel á þau,“ segir Adam og hlær. Hann bætir þó við að bassinn sé hans skásta hljóðfæri. „Ég elska bassann, því ég er minnst slappur að spila á hann.“ Á síðasta ári kom út platan Otherness frá Kindness og fékk hún lof margra gagnrýnenda. Adam lýsir tónlistinni sinni sem blöndu af fönktónlist, R&B og popptónlist. Hans helstu áhrifavaldar í tónlist eru Prince, Timbaland, Missy Elliot, Daft Punk, Stevie Wonder og margir fleiri. „Ég hlusta á allt frá gamalli klassík yfir í nýtt popp.“Kindness og hljómsveit hans eru þekkt fyrir hressa og skrautlega sviðsframkomu.Vísir/GettyHann vill meina að fólk í dag sé að verða of óþolinmótt eftir nýju efni frá tónlistarmönnum. „Fólk á að mínu mati að bíða lengur eftir nýrri tónlist. Þessi nýja hefð, að hlusta á plötu í viku og biðja svo um nýja plötu eftir viku hlustun, er ekki sniðug. Tónlistarmenn leggja að jafnaði mjög mikla vinnu í plöturnar sínar og það tekur sinn tíma. Þetta er eins og að lesa verk eftir Shakespeare og spyrja hann svo strax eftir lesturinn: „Ertu byrjaður á nýju verki?“,“ útskýrir Adam. Hann semur grunninn að lögunum sínum sjálfur en nýtur svo aðstoðar fleiri tónlistarmanna þegar líður á ferlið. Hann er einmitt með heila hljómsveit á bak við sig á tónleikum og tekur hana með sér á Sónar. Þau hafa vakið athygli fyrir hressandi og skrautlega sviðsframkomu. „Já, auðvitað verð ég með hljómsveitina mína með mér. Ég spila ekki án hennar.“ Kindness er á leið í tónleikaferðalag í kjölfar Sónar. „Við byrjum tónleikaferðalagið á Sónar í Stokkhólmi og svo á Sónar í Reykjavík. Við förum svo til Bandaríkjanna í mánaðarlangt tónleikaferðalag sem hefst í New York,“ segir Adam.Kindness kemur fram á Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 14. febrúar.
Sónar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira