Lítur út fyrir að hann sé með gorm undir fótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Stefan Bonneau hefur byrjað frábærlega með Njarðvíkurliðinu. vísir/stefán Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn. Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Fyrir leikinn í fyrrakvöld átti Guðjón Skúlason stigametið í úrvalsdeildarleikjum Njarðvíkinga og Keflvíkinga en Guðjón skoraði 45 stig í sigri Keflvíkinga í byrjun október 1992. Innkoma Stefans Bonneau í Njarðvíkurliðið hefur fengið marga til að rifja upp aðra smávaxna stórskyttu sem breytti svo miklu hjá Njarðvík fyrir rúmlega þremur áratugum.Bonneau stekkur svakalega hátt.vísir/stefánGleyma aldrei Danny Shouse Njarðvíkingar munu aldrei gleyma Danny Shouse sem var bandaríski leikmaður liðsins þegar tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir komu í hús árið 1981 og 1982. Shouse var smávaxinn skorari sem breytti miklu hjá Njarðvíkurliðinu. Danny Shouse skoraði 37,1 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum sínum og Njarðvíkingar unnu 33 af 40 leikjum sínum (83 prósent) og urðu Íslandsmeistarar bæði árin. Stefan Bonneau er búinn að skora 37,0 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í Njarðvíkurbúningnum og Njarðvíkingar hafa unnið fjóra þeirra (80 prósent).Sjá einnig:Skoraði sautján stig á undir fjórum mínútum Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar, fyrirliða Njarðvíkurliðsins, varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og hann þekkir vel til Danny Shouse og hefur síðan séð leiki Stefans Bonneau í ár. Hann segir margt líkt með þeim en að þeir séu líka ólíkir leikmenn. „Þessi er minni og sneggri. Hinn var með svona mýkri hreyfingar. Ég sé mikinn mun á þeim,“ segir Gunnar. „Þeir eru báðir miklir skorarar og miklar skyttur. Það sem Danny gerði líka eins og þessi er að hann komst ótrúlega oft að körfunni með gegnumbrotum. Ég get ekki líkt þeim saman þannig séð en þeir eru báðir með þessa hittni og mikinn stökkkraft,“ segir Gunnar. Það er hægt að skella í tilþrifapakka með Stefan Bonneau eftir hvern leik og Danny fékk fólk einnig til að gapa. „Ég man eftir leik í Njarðvík, þá tróð Danny yfir Pétur Guðmundsson og það þarf eitthvað til þess,“ rifjar Gunnar upp. Þeir eiga það sameiginlegt að það lítur út fyrir að þeir séu með gorm undir fótunum. „Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnar og Njarðvíkingar þurftu Danny til að brjóta ísinn á sínum tíma.vísir/stefánKom þeim yfir þröskuldinn „Hann kemur okkur yfir þröskuldinn. Við vorum búnir að vera í öðru eða þriðja sæti í einhver fimm ár. Við runnum alltaf á rassinn í tveimur til þremur síðustu leikjunum. Svo kemur hann og var sá sem kom okkur yfir þröskuldinn og þá komu titlarnir á færibandi þessi ár á eftir,“ segir Gunnar. Stefan Bonneau hefur gert mikið fyrir Njarðvíkurliðið í ár. Liðið sem vann bara sex af fyrstu tólf leikjum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Hann gjörbreytir þessu. Þetta er orðinn miklu hraðari bolti hjá okkur og menn eru með meira sjálfstraust. Við erum með mann sem getur klárað leiki alveg eins og hann gerði fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Keflavík. Þegar þú færð svona tvö, þrjú, fjögur skot ofan í í röð þá peppast allir upp og hjá mótherjunum er þetta síðan alltaf önnur blaut tuska í andlitið,“ segir Gunnar.vísir/stefánStoppar hann einhver? „Það var enginn í deildinni sem gat stoppað Danny og það virðist vera þannig með þennan strák líka. Ég á eftir að sjá einhvern stoppa hann,“ segir Gunnar og karakterinn fær líka hrós. „Strákarnir virðast vera mjög ánægðir með hann sem liðsfélaga og félaga. Þetta er léttur strákur, síbrosandi og hlæjandi. Hann er að hvetja menn. Þetta er skemmtilegur tími núna. Liðið er á blússandi siglingu,“ segir Gunnar og það kæmi honum ekkert á óvart þótt forvitnir körfuboltaáhugamenn færu að fjölmenna á leiki Njarðvíkinga á næstunni. „Það er vel þess virði að gera sér ferð til þess að sjá hann spila. Þú sérð ekki svona hæfileikaríkan íþróttamann á Íslandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Gunnar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Fjörtíu og átta stig í tíu stiga sigri á Keflavík í sjálfu Sláturhúsinu. Menn verða fljótt að goðsögnum þegar þeir stimpla sig svona inn í fyrsta Reykjanesbæjarslaginn sinn. Stefan Bonneau hefur hjálpað Njarðvíkingum upp í þriðja sætið á einum mánuði og í síðustu tveimur leikjum hefur kappinn skorað samtals 92 stig í mikilvægum sigrum. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Fyrir leikinn í fyrrakvöld átti Guðjón Skúlason stigametið í úrvalsdeildarleikjum Njarðvíkinga og Keflvíkinga en Guðjón skoraði 45 stig í sigri Keflvíkinga í byrjun október 1992. Innkoma Stefans Bonneau í Njarðvíkurliðið hefur fengið marga til að rifja upp aðra smávaxna stórskyttu sem breytti svo miklu hjá Njarðvík fyrir rúmlega þremur áratugum.Bonneau stekkur svakalega hátt.vísir/stefánGleyma aldrei Danny Shouse Njarðvíkingar munu aldrei gleyma Danny Shouse sem var bandaríski leikmaður liðsins þegar tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlarnir komu í hús árið 1981 og 1982. Shouse var smávaxinn skorari sem breytti miklu hjá Njarðvíkurliðinu. Danny Shouse skoraði 37,1 stig að meðaltali í leik á tveimur tímabilum sínum og Njarðvíkingar unnu 33 af 40 leikjum sínum (83 prósent) og urðu Íslandsmeistarar bæði árin. Stefan Bonneau er búinn að skora 37,0 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í Njarðvíkurbúningnum og Njarðvíkingar hafa unnið fjóra þeirra (80 prósent).Sjá einnig:Skoraði sautján stig á undir fjórum mínútum Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar, fyrirliða Njarðvíkurliðsins, varð margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og hann þekkir vel til Danny Shouse og hefur síðan séð leiki Stefans Bonneau í ár. Hann segir margt líkt með þeim en að þeir séu líka ólíkir leikmenn. „Þessi er minni og sneggri. Hinn var með svona mýkri hreyfingar. Ég sé mikinn mun á þeim,“ segir Gunnar. „Þeir eru báðir miklir skorarar og miklar skyttur. Það sem Danny gerði líka eins og þessi er að hann komst ótrúlega oft að körfunni með gegnumbrotum. Ég get ekki líkt þeim saman þannig séð en þeir eru báðir með þessa hittni og mikinn stökkkraft,“ segir Gunnar. Það er hægt að skella í tilþrifapakka með Stefan Bonneau eftir hvern leik og Danny fékk fólk einnig til að gapa. „Ég man eftir leik í Njarðvík, þá tróð Danny yfir Pétur Guðmundsson og það þarf eitthvað til þess,“ rifjar Gunnar upp. Þeir eiga það sameiginlegt að það lítur út fyrir að þeir séu með gorm undir fótunum. „Það er ekkert öðruvísi,“ segir Gunnar og Njarðvíkingar þurftu Danny til að brjóta ísinn á sínum tíma.vísir/stefánKom þeim yfir þröskuldinn „Hann kemur okkur yfir þröskuldinn. Við vorum búnir að vera í öðru eða þriðja sæti í einhver fimm ár. Við runnum alltaf á rassinn í tveimur til þremur síðustu leikjunum. Svo kemur hann og var sá sem kom okkur yfir þröskuldinn og þá komu titlarnir á færibandi þessi ár á eftir,“ segir Gunnar. Stefan Bonneau hefur gert mikið fyrir Njarðvíkurliðið í ár. Liðið sem vann bara sex af fyrstu tólf leikjum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Hann gjörbreytir þessu. Þetta er orðinn miklu hraðari bolti hjá okkur og menn eru með meira sjálfstraust. Við erum með mann sem getur klárað leiki alveg eins og hann gerði fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Keflavík. Þegar þú færð svona tvö, þrjú, fjögur skot ofan í í röð þá peppast allir upp og hjá mótherjunum er þetta síðan alltaf önnur blaut tuska í andlitið,“ segir Gunnar.vísir/stefánStoppar hann einhver? „Það var enginn í deildinni sem gat stoppað Danny og það virðist vera þannig með þennan strák líka. Ég á eftir að sjá einhvern stoppa hann,“ segir Gunnar og karakterinn fær líka hrós. „Strákarnir virðast vera mjög ánægðir með hann sem liðsfélaga og félaga. Þetta er léttur strákur, síbrosandi og hlæjandi. Hann er að hvetja menn. Þetta er skemmtilegur tími núna. Liðið er á blússandi siglingu,“ segir Gunnar og það kæmi honum ekkert á óvart þótt forvitnir körfuboltaáhugamenn færu að fjölmenna á leiki Njarðvíkinga á næstunni. „Það er vel þess virði að gera sér ferð til þess að sjá hann spila. Þú sérð ekki svona hæfileikaríkan íþróttamann á Íslandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Gunnar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira