Hugleiðing – Eiga börnin þetta skilið ? Birgir Grímsson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun