Að hella olíu á eld – og bæta smá brennsluspritti við Frá degi til dags skrifar 23. apríl 2015 00:01 Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar