Að hella olíu á eld – og bæta smá brennsluspritti við Frá degi til dags skrifar 23. apríl 2015 00:01 Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar