Lonníettulausnir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að spennandi staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum. Um það má deila hvort staðan sé jákvæð eða neikvæð, það fer, eins og svo margt annað, eftir því hvernig litið er á hlutina. Staðan er hins vegar sú að hver könnunin á fætur annarri sýnir fram á að stjórnmálaflokkar sem byggja á áratuga-, ef ekki alda, gömlum hefðum, virðast litlum hljómgrunni ná hjá kjósendum. Og njóti flokkarnir lítils álits á meðal kjósenda, þá er það þó hátíð miðað við leiðtoga þeirra, allflesta. Það virðist með öðrum orðum komin upp sú staða að gömlu leiðirnar, gamla módelið, hugnist íbúum þessa lands lítt nú um stundir. Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma. En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram. Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna. Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður. En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa? Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð. Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að spennandi staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum. Um það má deila hvort staðan sé jákvæð eða neikvæð, það fer, eins og svo margt annað, eftir því hvernig litið er á hlutina. Staðan er hins vegar sú að hver könnunin á fætur annarri sýnir fram á að stjórnmálaflokkar sem byggja á áratuga-, ef ekki alda, gömlum hefðum, virðast litlum hljómgrunni ná hjá kjósendum. Og njóti flokkarnir lítils álits á meðal kjósenda, þá er það þó hátíð miðað við leiðtoga þeirra, allflesta. Það virðist með öðrum orðum komin upp sú staða að gömlu leiðirnar, gamla módelið, hugnist íbúum þessa lands lítt nú um stundir. Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma. En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram. Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna. Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður. En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa? Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð. Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn!
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun