
Lonníettulausnir
Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma.
En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram.
Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna.
Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður.
En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa?
Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð.
Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn!
Skoðun

Farsæl framfaraskref á Sólheimum
Sigurjón Örn Þórsson skrifar

Austurland – þrælanýlenda Íslands
Björn Ármann Ólafsson skrifar

Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar

Atvinnustefna er alvöru mál
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

1984 og Hunger Games á sama sviðinu
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Betri leið til einföldunar regluverks
Pétur Halldórsson skrifar

Af Millet-úlpum og öldrunarmálum
Þröstur V. Söring skrifar

Charlie og sjúkleikaverksmiðjan
Guðjón Eggert Agnarsson skrifar

Nú þarf bæði sleggju og vélsög
Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar

Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra
Fróði Steingrímsson skrifar

Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

„Words are wind“
Ingólfur Hermannsson skrifar

Ert þú meðalmaðurinn?
Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar

Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Flumbrugangur í framhaldsskólum
Jón Pétur Zimsen skrifar

Miðbær Selfoss vekur ánægju
Bragi Bjarnason skrifar

PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi?
Elísa Ósk Línadóttir skrifar

Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla
Melissa Anne Pfeffer skrifar

Be Kind - ekki kind
Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar

Illa verndaðir Íslendingar
Sighvatur Björgvinsson skrifar

Viðreisn afhjúpar sig endanlega
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Frelsi til sölu
Erling Kári Freysson skrifar

Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig?
Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar

Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Viðreisn lætur verkin tala
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Sterkara framhaldsskólakerfi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi
Jón Frímann Jónsson skrifar